Dagbók Drápskattar

sunnudagur, mars 18, 2007

Okkars afmæli

Eftir rosalegar djammhelgar kom loksins ein ofurheilbrigð.
Á tveim síðustu helgum hefur mér tekist að fara á þrjár árshátíðir og í eina Glitnisvísindaferð.
En sú vísindaferð er án efa ein sú trylltasta, enda fórum við (dætur Lagrange, hehe) í sakleysi okkar eftir miðannapróf í tölulegri greinigu og varma- og varmaflutningsfræði aðeins til að lyfta okkur upp. Fyrr en varði var kokteill á Bergó með buxnalausum bankamönnum í limbó...sjá nánar á www.annahulda.wordpress.com

KB-banki bauð í vísindaferð þessa helgina og kvöldið endaði með "olnbogaskotum" og "fáðu þér 4 svo þú piprir ekki!"
Þegar leikar stóðu sem hæstir á Pravda skundaði ég með Atla í matarboð til Möggu minnar Maack. Hún hafði gert dýrindis sushi fyrir okkur, Inga og Öllu.
Þetta var alveg fimm stjörnu kvöldmáltíð!

Vaknaði snemma eldhress að kenna 4-6 ára uppi í Laugum með lagið Holly Dolly kennandi englahopp, fílalest og dansandi hókípókí. Eftir það náði Þórir í mig og Völu og við brunuðum uppí Bláfjöll á bretti og náðum 11 ferðum fyrir lokun.
En í dag eigum við Atli tveggja ára afmæli ;)

mánudagur, mars 05, 2007

Árshátíðir















Atli spilaði á árshátíð Verkfræðinema á Hótel Selfossi...en á meðan tókum við Vala söknunarsvipinn til Önnu Huldu og Brynju sem voru veikar heima með gubbupest!

Matseðill bæði kvöldin:
Humarsúpa
Lamb
Súkkulaðikaka með jarðaberjum

Humarsúpan á Hótel Örk var mun betri en á Hótel Selfossi vegna fleiri humra og meiri rjóma, sem og súkkulaðikakan.
En aftur á móti var kjötið á Hótel Selfossi svo sjúklega gott að ég hugsa að Hótel Örk gæti ekki toppað það undir neinum kringumstæðum.

föstudagur, mars 02, 2007

Happy happy good times

Það er alveg happy happy good times hjá mér núna í dag. Ég var að fá mail um að ég komst inn í University of Miami núna næsta haust. Tek fimm kúrsa úti, aðgerðafræði, hagverkfræði, tæknistjórnun, nýsköpun og iðnaðarsálfræði. Fékk allt samþykkt hérna heima líka!
Toefl einkunnirnar eru komnar og ég fékk 88 stig af 120 sem er að mínu mati ansi gott. Eiginlega bara ansi ansi gott. Ég er hæstánægð.

Í kvöld er svo árshátíð Verkfræðinema haldin á Hótel Selfossi, á morgun er árshátíð World Class og við dansstelpurnar með skemmtiatriði. Frábær byrjun á frábærri helgi...fyrir utan það að fara í tvö miðannapróf í næstu viku sem gilda allt of mikið og ég kann allt of lítið. Tölum ekki um það því ég vil ekki skemma hamingjuna strax!!!

Ég er farin á Crua Thai að fagna!