Dagbók Drápskattar

mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg jólin :)

mánudagur, desember 17, 2007

Heima

Ég bara veit ekki hvar ég á að byrja!
Ég ákvað í endann nóvember að breyta fluginu mínu og flýkka því um einn dag fyrir 15.000 kr. koma Atla of fleirum á óvart.

Fimmtudagsmorguninn kl. 8 vakna ég og klára að hafa allt til og fer með rútu upp á MIA flugvöllinn í Miami. Þegar þangað er komið er ég svo ógeðslega heppin með startsstúlku, ég borga henni 150 dollara fyrir breytingunni og hún ákveður að sleppa að gefa mér yfirvigt (kvöldinu áður hafði ég viktað töskurnar og þær voru báðar um 27-28 kg og önnur með longboardi standandi að hálfu útúr)
Þegar tíu mínútur eru í flugið mitt og seinkun til Olando er búin að taka mest allan tíman af check-inninu mínu spyr ég konuna hvað verði um NY flugið. Hún segi mér að flugið mitt hafi skipt um terminal, þannig að ég þeysist yfir og spyr hvort ég sé búin að missa af fluginu mínu. En nei nei það var 1,5 klst seinkun á MIA-NY fluginu. Ég hafði tekið ákveðinn sjéns á að hafa aðeins 2 klst milli fluga á JFK í NY og núna var komin upp sú staða að bið milli fluga var um hálftími :S
Þegar ég lendi í NY hleyp ég í lest og skipti um terminal og rétt næ fyrir kl 20 í áætlað flug til KEF. Þá er kallað yfir hópinn að fluginu sé frestað til kl. 5 vegna óveðurs. Við fáum 15 dollara til að kaupa okkur kvöldmat í fríhöfninni. Ég fæ mér forrétt og þarf að borga 5 dollara aukalega, kem mér makindalega fyrir með bók í einu horninu á veitingastaðnum. Ekki löngu seinna er öllu lokað og allir fermaðir í sæti við landganginn. Þá er kallað að flug til Íslands sé seinkað enn og aftur til 7 um morguninn.
Fram að þeim tíma reyni ég án árangurs að festa svefn á kápunni minni og er að krókna úr kulda. Kynnist hóp af skemmtilegu fólki sem á fátt annað sameiginlegt en að vera veðurteft í NY. En síðan þegar allir eru orðnir tens á öllum köllunum í kallkerfinu róumst við þegar klukkan er orðin hálf sjö, þau fara varla að kalla upp seinkun svo seint. En allt kom fyrr ekki og 25 mín í sjö er flugi til Íslands aflýst og við eigum að bíða í 12 tíma til viðbótar. Án matar, teppa eða hótelherbergja eða nokkurs. Ferðafólk til Íslands er beðið að fara aftur niður í Check-inn og tékka sig út til að geta checkað sig inn fyrir nýja flugið. (Allum millilendaferðamönnum hafði verið komið í flug til London)
Ég, Ragnhildur og Matti ákveðum að reyna að gera gott úr þessu og skella okkur í jólafílinginn á Manhattan á meðan Jónatan, Ardís, Chris ofl ætla að sætta sig við flugvöllinn. Ég bið um að fá að geyma 10 kg handfarangurinn minn en það er ekki sjéns, korteri seinna þegar starfsfólkið sér að við vitum ekkert hvað við eigum að gera býðst ein konan til að taka töskuna mína bakvið og ég náttúrulega ótrúlega sátt (ef hægt er að orða það þannig) Matti spyr þá hvort hann megi geyma skókassa með töskunni og þá verður allt brjálað, við fáum bara kjaft frá starfsfólkinu að við Íslendingar þykjumst geta komist upp með allt og séum alltaf með kjaft og læti, getum ekki borið ábyrgð á okkar farangri og bleee.
Við förum í leigubíl máttlaus af þreytu og skiljum ómögulega hvað olli því að starfsfólki eipaði á okkur, hélt það ætti einmitt að ver öfugt ef eitthvað væri. Ég átti frábæran dag í NY og sá allt það helsta, Rockafeller center skautasvellið og jólatréð, allar jólaskreytingarnar, Times Square, jólasveina og lúðrasveitir.
Þegar á flugvöllinn var komið hitti ég Fannar og Hildi og þau stöppuðu í mig stálinu og ég náði að halda mér nokkuð heilbrigðri á geði þartil ég steinrotaðist í fluginu.
Þegar heim var LOKSINS komið vorum við fimm úr mínu seinkaða flugi eftir að leita að töskunum okkar, þær höfðu týnst á JFK og ekki skilað sér til Íslands, týpískt.
Ég fór ringluð og með óráði út úr flughöfninni og þegar þangað var komið var enginn að bíða eftir mér, ég sem var búin að vera í 4 mánuði í burtu og móttökunefndin ekki alveg að standa sig. Ég fæ að hringja í gemsann hjá einhverjum gutta sem vinnur á flugvellinum þar sem allir ferðamenn voru farnir til síns heima. Atli svarar ekki hversu oft sem ég hringi, hann sem var búin að skipuleggja einhverja óvissuferð...ég skildi hvorki upp né niður og endaði á að hringja í mömmu. Eftir klukkutíma bið kom Atli og sótti mig, nývaknaður. Sorry var ekki rétta svarið, en ég var samt ofsalega fegin að fá knús, loksins!

Núna er ég búin að reyna að sofa þetta úr mér eftir bestu getu en sit uppi með hálsbólgu, kvef og hausverk. Gaman að vera komin heim eftir allt þetta.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Sumarið endar í þessari viku



Þetta eru rosalegar öldur á Tahiti..spurning með að skella sér þangað í útskriftarferð?

Ég er núna að spjalla við Dídu um surf, og það eru surfarar á Íslandi! I like. En hins vegar er sjórinn svo djúpur, kaldur og klettaskotinn á Íslandi að ég er ekki svo viss um að ég myndi þora :S Lýsing á surfferð til Íslands

Núna er ég að bíða eftir að Atli vakni (eftir 40 mín) til að geta talað við hann á skype ojá ég sakna hans. (og líklegast þín sem er að lesa líka)

Ég kveð með nautnarfullri flekun Snoop Dogg, ekkert nema frábært um þetta æðisgengna myndband og lag að segja. Lagið kom í ræktinni í dag og ég gat ekki barist við að brosa :D

mánudagur, desember 10, 2007

Hammertime


Hildur og Fannar á ströndinni

Kveðjudagur skiptinemanna við UM var haldinn núna síðast liðinn laugardag. Við grilluðum á ströndinni, spiluðum blak og sleiktum sólina...

MYNDIR - DESEMBER Í MIAMI

Ég var bitin af einhverju ógeðisdýri og hægri upphandleggurinn minn er næstum tvöfaldur, heitur og aumur (sem og lítill partur af baki og kálfa sem ekki urðu eins illa bólin) Það verður lúxus að komast í skort af skordýraflóru á Íslandi.

Arnór Bogason vinur og sambýlismaður Atla skellti sér til Danmerkur um helgina og í tilefni af því héldu Atli og vinir vefdagbók sem sjá má á www.arnor.is Hressilegt.

Ég á að fara að byrja að læra undir aðgerðagreiningu og skrifa 5 bls. ritgerð um aðgerðagreiningu í heilbrigðisgeiranum en ég ákvað frekar að horfa á video, setja inn myndir og skrifa blogg. Já og ég ákvað að fara ekki og hitta Paris Hilton og Puff Daddy (P.Diddy) á Mansion, eins og svo margir gerðu. Ákvað heldur að klára jólagjafainnkaupin fram á kvöld og borða sushi.



Ég var dolfallin yfir þessum reebok skóm, ætlaði mér einu pari og Mögnu öðru. Síðan kom í ljós að minnsta stærðin sem þau áttu var 42 snökt, ósanngjarnt!

föstudagur, desember 07, 2007

Ég sakna litlu prinsessanna minna...................... Emmu Dísar og Brynju Daggar

fimmtudagur, desember 06, 2007

Mér finnst alltaf jafn gaman þegar ég finn þessar Ölduselsskóla síður aftur:

Ninna
Emilía
Margrét
Lilja
Guðný
Erna

Mig langar að fara að æfa ballet aftur:


Um daginn hélt ég að laufblað hefði dottið á kollinn á mér, en nei nei þegar ég tók það í burtu sá ég að ég hélt á stærðarinnar geitung..mér var ekki alveg sama!

Í dag hélt ég fyrirlestur í verkefnastjórnun um aukið öryggi á campus og fólks skemmti sér konunglega við að horfa á myndbandið af mér komast inn í byggingar á nóttu til á campus. Við vorum komin í dálítinn svefngalsa klukkan 2-3 í nótt. Verst að Mariesa er með myndböndin á sinni tölvu.

Ég á að vera að læra undir próf núna, en ég bara nenni ekki, það er svo margt annað hægt að gera! Til dæmis æfa acrobatic:

miðvikudagur, desember 05, 2007

Happy Hanukkah

Hanukkah var að byrja í dag og þetta er orðið á götunni: "Happy Hanukkah" hehe
Alskonar kökur og glassúr í andyrinu sem og svokallaður miðnætur-morgunmatur með eggjum pulsum pönnukökum donunts og kakói. Dáldið sweet.
Svo voru tónlistarmenn að spila á píanó og fiðlu á sviði skólans, sama sviði og við í Fusion sýndum á. Fann einmitt eitthvað video í dag frá atburðinum, verst að klippurnar eru flestar úr dönsunum sem ég var ekki í...kannski er það bara betra! djók

Þónokkur tilviljun að ég kláraði Schindler's list í gærkveldi.

Það kom einhver andi yfir mig í dag, ég hlustaði á jólalög samhliða því að raða fötum í tösku. Ég veit að þetta er dáááálítið snemmt, en ég hlakka bara svo til að koma heim! 10 dagar þangað til að ég kem í kuldann. Ég er sko ekkert smeyk við hitabreytinguna því að ég er búin að velja ferðafötin og þau eru hlý og þung...enda er ég að passa uppá yfirvigtina og valdi massífustu fötin mín sem ferðaföt hehehe.



Annars bara, undirbúið heimkomu mína og makið á ykkur brunkukremi :P!!

laugardagur, desember 01, 2007

KaupErna

MYNDIR - SKÓLALOK

Ég var að koma heim eftir einn frábæran dag.
Eftir að hafa farið í síðasta tímann í UM með Hildi áðan, fórum við á Sushi hlaðborð, $9 og borðaðu eins og þú getur!!! ó hvað það var ljúft, fórum líka með Igor og Bruno frá Brasilíu og Joanna frá Bermuda.



Fannar náði í okkur Hildi á bílaleigubílum okkar þessa helgi og við brunuðum til Ft.Lauderdale á Rockettes Christmas show Showið var æði, risa-dúllu-bangsar að dansa á táskóm, jólaskvísur að steppa, pínulítil ballerína(ábyggilega 8 ára) að meika það í tútúi og á táskóm, úlfaldar, asni og kindur!



Á heimleiðinni komum við í Aventura Mallinu sem er risastórt og ótrúlega flott. Ég missti mig í Urban, ég á semsagt hálfa búðina núna og sé ekki eftir neinu ELSKA þessa búð. Fór reyndar líka í Betsey Johnson búðina og ómææææ ég DÝRKA þá búð. Ég hafði það ekki í mér að kaupa kjól þar, en keypti hins vegar ilmvatnið, body lotionið og shower gelið, ógeðslega fancy!



Myndavélin fyrir mömmu og Rúnar var að koma í hús sem og longboard nr.2, ef ég verð stöðvuð í tollinum þarf ég að setja upp englaaugun og tala barnamál við tollverðina...obbosía

Það eina sem ég get ekki keypt hérna í Miami (fyrir utan H&M vörur)eru óskanærfötin mín úr Agent Provocateur, en ég á það bara inni næst þegar ég fer að ferðast *snökt*