Dagbók Drápskattar

mánudagur, júlí 30, 2007

Tjúttkvöld dætra Lagrange

Bjuggum til Sushi, mojito og jarðaberjakokteila.
Dönsuðum eins og enginn væri morgundagurinn.

Takk fyrir frábært kvöld
Anna Hulda, Brynja, Guðrún Álfheiður, Vala, "Skrifstofan" og "Nördafélagið"

Partýmyndir


Sushigerð; Lax, avokado, mango mmm














Jarðaberja-
kokteillinn; fersk og frosin jarðaber sett í mixer með Bacardi Razz









Hlustuðum á Vínylplötur af mikilli innlifun.




Bæjarmyndir


Reyka-
vodkinn var með í nesti ;)

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Brúðkaup




Telma og Kalli giftu sig síðustu helgi. Brúðkaupið var afskaplega fallegt og eitt það skemmtilegasta, enda ekki við neinu öðru að búast af mér og Atla sem veislustjórum hehe
Setti nokkrar myndir á netið:

Brúðkaup



Gæsun

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Myndir



Myndir frá Gimsteinaárshátíðinni komnar á netið

Við fengum frábæran dag með óvissuferð í picnic í Guðmundarlund. Því næst var haldið í spa í Laugum. Innbakaðar kjúklingabringur í matinn og hellingur af kokteilum mmm
Takk fyrir mig!

Fór niður í bæ og slysaðist í glimmerbombu-partý til Bjargar og kósý-partý til Mása
Njótið MYNDANNA

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Aumingja stelpugreyið

Þið ykkar sem hafið lesið fréttina af Lilju Dögg, stjórnlausri 14 ára stelpu úr efra Breiðholti sem barði stelpu í Tívólíinu við Smáralind í síðustu viku, urðuð ef til vill undrandi. Ég veit ekki hvorri stelpunni á að vorkenna meira!

Ég sem google-master fann þetta um Lilju Dögg, þetta kallar hún ævisögu sína:

http://-rassakusk.blogcentral.is/-rassakusk/?page=viewPage&id=1457506

eða

http://www.blog.central.is/liljaa-/?page=viewPage&id=1457502

Færslan sem kom allri umræðunni af stað finnst m.a. hér (copy-paste-uð):

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/#entry-264169

laugardagur, júlí 14, 2007

Sushi-tail kvöld


Hvaaaaað gerðist í gær?
-Mojito (Salt)
-Long Island Iced Tea
-Hvítvín (OShushi)
-Reykavodki í greip
-Bláberja mojito (Silfur)
-101 Iced Tea (101 hotel)
-Gin og Tonic (Kaffibarinn)
-Opalskot
-....reikningur á #&%#%& kr :S ég sem ætlaði að spara!
Viðurvist túrbansins fer bara með fólk, það er á hreinu.
(ma og pa eru ekki hreykin af þessari færslu)

Mér er spurn, Vala, Guðný Ella, Elísabet, Sesselja, Björg, Svava?

SUSHI-TAIL-MYNDIR

Ég hlakka samt ýkt til akkúrat núna, Ninna og Anna eru að koma að sækja mig innan skamms og halda óvæntan gimsteinadag fyrir mig, Hrafnhildi og Emilíu...ég bara get ekki beðið ;)

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Nostralgía

Þeir sem eiga þann draum heitastan að sjá gamlar myndir síðan í menntaskóla, þá er ég búin að setja næstum allar myndirnar mínar á síðuna www.flickr.com/photos/erna85 :

MYNDIR
Þeirra á meðal eru til dæmis þessar:









þriðjudagur, júlí 10, 2007

Sumarfrí

Ég er búin að taka sumarið hingar til frekar alvarlega.
Eftir að hafa farið í Þingvallaútileguna og dáið næstum úr ofnæmi keypti ég mér ofnæmislyf fyrir 8.000 kr. en ekki dugði það því ég smellti mér í stífkrampa mislinga lifrarbólgu ofl sprautur.

Þarsíðustu helgi eyddi ég uppí sumarbústað við Elliiðavatn. Tjölduðum, bjuggum til ávaxtasalat, grilluðum, sigldum í árabát og kajak. Sem minnir mig á það, myndirnar eru ekki enn komnar á netið æjæj
Fórum heim seinni part laugardags sökum yfirtöku ættingja Atla á sumarhúsinu.
Þá bauð ég Atla út að borða á Domo, við fengum okkur sushi, túnfisk og súkkulaðiköku. Þá var mér boðið í skyndiafmæli Sesselju á Bergó. Komst að því að:
- Plöntur geta ekki flogið.
- Öndin mín getur talað.
- Sænskir strákar eru auðtældir.
- Ekki er hægt að ýta á "back" í iTunes.
- Mási eignaðist ómetanlegar vinkonur.





















Hallgeirsey var um síðustu helgi. Ég held að myndirnar á facebook segi meira en nokkur orð. Þar komst ég að því að:

- Hægt er að vinna flöskuskraut á tombólu á Hvolsvelli.
- Engi í Laugarási er merkilegur staður fyrir meðal annars fersku mynturnar sínar og gómsætu kirstuberjatómatana.
- Það er til alvöru völundargarður á Íslandi.
- Hráefni frá Engi vakti lukku bæði til að nota í mojito og tómatslag.
- Harðfiskur og kókómjólk gefa eftirminnilegt eftirbragð.
- Sumir eru bara meiri trendsetterar en aðrir.
- Ég og Atli eigum ekkert sameiginlegt með Titianic
- Ég get sungið einsöng, örðum til mikils ama.
- Stelpur sem borða lakkrís eru skemmtilegar.
- Ekki snerta kol þó þau virðast vera köld.
- Sápukúlur, sápukúlur, sápukúlur geta bara ekki klikkað.


















Mér þætti gaman að vita hvað var að gerast á þessari mynd hehe


mánudagur, júlí 02, 2007

Úppsadeisí