Dagbók Drápskattar

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Thanksgiving

Fjölskyldan hennar Patriciu, það er systir mömmu hennar, eiginmaður og börn, bauð mér í Thanksgiving mat. Vá hvað það var gott að komast í alvöru mat á alvöru heimili. Það sem mér fannst standa uppúr var sætu kartöflustappan með pecan hnetunum ofan á og bláberjapæið! Skáluðum í kampavíni, fengum rauðvín og osta í forrétt, kalkún og rosalegt úrval af meðlæti í aðalrétt. Ís, pecanpæ, bláberjapæ og súkkulaðikaka í eftirmat, ekki slæmt það. Restinni af kvöldinu eyddum við Pat að horfa á Pixar stuttmyndir og svo Beauty and the Beast.

MYNDIR - THANKSGIVING


MYNDIR - THANKSGIVING Á CAMPUS


Við skiptinemarnir í skólanum fengum líka Thanksgiving mat og héldum Wii partý og flestir skáluðu í Tequila, nema ég hehe



Í fríinu héldum við uppá afmæli frænku Patriciu, hennar Gabrielu. Kærastinn hennar hélt partý og við vorum síðan með borð á Mansion það sem eftir var kvöldsins...mjög hresst. Ég dró Joanna með mér, einni af stelpunum sem ég kynntist í surf-ferðinni.

Í dag kláraði ég tvo áfanga, Hagverkfræði og Gæðastjórnun. Ég tók lokaprófin bæði í dag og er dauðþreytt eftir það, tekur á að vera í prófum. Ég er næstum viss um að ég sé með 10 í báðum prófum...ef ekki það, þá 9,5. Sem mun gefa mér lokaeinkunn í kringum 9,5 í báðum áföngum. Það er allt annað en leiðinlegt :D


Hérna erum við með Ninu Hagverkfræðikennara í pizzupartýi, hún bauð okkur líka heimagerðar smákökur mmm
Gæðastjórnunarkennarinn minn gefur okkur alltaf nammi í tíma, oftast mini snickers og twix. Mjög ólík menning og heima uss já!

Já og slæmar fréttir líka, ég var bitin oftar en sextíu sinnum í kringum ökklana og kálfana sem olli mér miklu svefnleysi og óþægingum. Ég fór í ræktina einn daginn og gat ekki hlaupið í meira en 10 mín vegna kláða...spretti þess í stað út í apótek og fékk lyf og krem og allt. Líður miklu betur núna. Var líka að fá mér sushi og horfa á skemmtiatriðin og jólaljósin kveikt á Rockafeller Center í sjónvarpinu ójá jólin eru nefninlega að koma!

Ég er byrjuð að kaupa jólagjafirnar og er búin að búa til stærsta innkaupalista fyrir mig sem ég hef á ævinni gert...1.des get ég loksins keypt mér föt jibbýkóla!!

Erna er að hlusta á Róisín Murphy þessa dagana, en fyrir þá sem ekki vita var hún í hljómsveitinni Moloko:


Þið kannist við þetta ;)

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Fall of surf


Ég fór um síðustu helgi í brjálaða surf ferð.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja..ég var í 5 klst í bíl með Joanna frá Bermuda, Madison frá indianapolis og Punjhab frá Indlandi. Við lentum í brjálaðri föstudagsumferð en skemmtum okkur þrátt fyrir það. Þegar við komum loksins til New Smyrna Beach beið okkar lasagne og brownies. Einn þriðji af hópnum gisti í íbúð sem Amma gestgjafans (Annie)á en tveir þriðju (þar með talin er ég) gistu á heimili Annie. Fyrsta kvöldið var landafræði- og jarðfræðikennsla af minni hálfu sem og hinna krakkanna sem ekki voru bandarísk. Helmingurinn fór í labbitúr í kolniðamyrkri meðfram ströndinni með vasaljós en ég var dauðþreytt og fór að sofa.

Daginn eftir vöknuðum við snemma, sóttum okkur wetsuit sem eru svona samfestingar og brimbrettin, gengum 200m niður á strönd. Byrjuðum á því að bodyboarda á brimbrettunum og reyndum að ná öldunum á réttum tíma og stað. Þetta er nota bene töluvert erfiðara en það sýnist, og að sjá stelpur á surfa á bikiní í surf myndum er frekar tæpt, þar sem maður er með rispur, brunasár og marbletti eftir átökin. Svo þegar maður er búinn að svamla nóg og ná sér í góða öldu þá eru hendurnar svo dofnar af svamli og kulda að það getur verið ógeðslega erfitt að taka risa armbeygju upp á brettið.
Ég náði því semsagt ekki fyrsta daginn, þrátt fyrir að hafa farið þrjú þriggja klst session í sjóinn. Fyndið að sá hluti hópsins sem fór í kvöldgönguna áður var ekki eins spenntur fyrir sjónum eins og við hin...þau sáu nefninlega gnótt af hákarlaungum hehe. Ég lærði líka smá að skimboarda...það er þynnra og minna bretti en brimbretti og maður rennir sér eftir örþunnum öldum á ströndinni.

Kvöldinu eyddum við fyrst í grillveislu "heima" og svo héldum við spilapartý í íbúð ömmunnar. Um kvöldið var sérstakt stjörnuhrapa kvöld og ég sá tvö stjörnuhröp í fyrsta skipti á ævinni! (Já ég veit að ég er gleraugnaglámur og sé ekki vel, en ég hef einhverra hluta vegna ekki gefið mér tíma í að horfa svo lengi á stjörnurnar :s) Nýtt Hobbý!
Við lágum öll við ströndina í rosa myrkri voða kósý, mig sárvantaði Atla.

Daginn eftir tók ég surfsession númer fjögur og náði að standa þrisvar sinnum EN ég var með svo miklar harðsperrur að ég gat með engu móti reist mig upp. Svekk svekk. Ég elska þetta samt, það er alveg fáránlega gaman að surfa, mig langar svooo að fara aftur.

MYNDIR - SURFFERÐ



Á mánudagskvöldinu var Fusion partý, danshópurinn hittist og við blönduðum mohito, ananas koktaila, spiluðum beerpong ofl. Þessir krakkar eru alveg kostulegir, dansa og dilla sér eins og þau eiga lífið að leysa. Ég sem hélt að ég væri slæm í þessu hehe...langt í frá!



MYDNIR - FUSIONPARTÝ

föstudagur, nóvember 16, 2007

Go! Go!

Sýningin hjá okkur í danshópnum mínum hérna í Miami var í gærkvöldi, við vorum búin að æfa alla vikuna 8-10 tíma á dag...sem þýðir að ég fór aldrei að sofa fyrr en eftir fjögur. Þannig að ég er lúmskt fegin að þetta sé búið. Það mættu alveg rosalega margir og margir af skipinemunum komu til að horfa á mig hehe.

FUSION SHOWCASE

Af öllum útiæfingunum fékk ég bit út um allt. Ég og fleiri krakkar í Fusion vorum viss um að ég hafi verið bitin af könguló á úlnliðinum því hann var alveg stökkbólginn og miklu stærri en öll hin bitin. Núna í dag er úlnliðurinn búinn að hjaðna og það kom í ljós að ég er með um það bil 40 lítil bit á úlnliðinum...frekar óþægilegt. Þetta úrskýrir kannski þennan ógeðslega hausverk sem ég er búin að vera með í þrjá daga án þess að stoppa (ég vil ekki meina að svefnleysið orsaki hausverkinn því ég er vön að sofa lítið)

Á morgun er svo hin margrómaða surf ferð og ég er bara nokkuð hress miðað við aðstæður. Þekki náttúrulega engan en það er bara skemmtilegra!

AMERÍSKUR FÓTBOLTALEIKUR

HOUSE PARTY

Í seinni miðannarprófinum (það eru uþn 3 próf í hverjum áfanga) fékk ég 9,4 í Hagverkfræði, 8 í Aðgerðagreiningu og 10 í Gæðastjórnun...ekki amalegt það. Ég er farin að sofa hausverkurinn hverfur ekki sama hve mikið ég hlusta á Go! Team:
(mig langar í vinylinn af Proof of Youth)



eða hana Neneh Cherry:



Eitt að lokum:

standing on the board
board is on the wheels
wheels are on the ground
zoomin round and round

spurning um að kaupa annað longboard og hlusta á Huddle Formation með The Go! Team
Eða hlusta á Junior Kickstart og spila pacman (fyrir Atlann sinn):

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Jólin koma

Ég er farin að huga að jólagjöfum...mig vantar nefninlega svo mikið jólagjafir.

Vandinn er að ég er núna að nota gamla símann hans Atla og takkarnir eru sumir hættir að virka þegar þeim hentar og þegar ég tala í símann verð ég að halda inni ákveðnum takka til að hlustin virki, mjög krefjandi.
Hvað varðar myndavélina mína þá er hún hætt að lokast þegar ég slekk á henni (old news) en núna í dag vildi hún ekki kveikja á sér aftur :S frekar mikið vandamál.
Síðan á ég gamla ipod shuffle og mig langar í stærri ipod. Ég gæti haldið áfram...en þess í stað hef ég ákveðið að frumsýna listann minn og þið merkið bara við það sem hentar best hehehe

Jólaóskalisti skuldugu Ernu:

-iphone (kostar 399 dollara)
-canon myndavél (frá 200 dollurum)
-mini cooper (fæst líka notaður á afar hagstæðu verði)
-ipod touch (ef ég fæ ekki iphone, kostar 299 dollara)
-síma sem er fancy (ég er komin með leið á að eiga alltaf ódýrasta símann)
-svarta dömukápu (frá 150 dollurum)
-gleraugu (mín eru krónískt skökk sama hversu oft ég læt rétta þau, leyseraðgerð er líka inni í myndinni)
-sparibauk upp í janúar kreditkortareikninginn
-nærfatasett úr Agent Provocateur

Já já já mér er fullasta alvara, eftir að hafa búið í einkaskóla í 3 mánuði þá er ég vanrækt í samanburði við samnemendur mína!!
Krakkarnir frá Frakklandi hafa ALDREI unnið, fara í fallhlífastökk og ég sé þau aldrei í sömu fötunum og þau eru aldrei í Miami í tvær helgar í röð. Mig langar í lottóvinning, krakkarnir hérna keyra um á bimmum og glasandi sportbílum, ég bið bara um minnsta minnsta bílinn :P Ég elska að vera með Chloe, eina manneskjan sem ég get sagt að hafi það ekki betra en ég, er þetta illa sagt?

Ég sakna Atla sárlega, ég elska litlu miðana sem ég er að finn frá honum falda í herberginu mínu...en þá sakna ég hans bara enn meira, hérna eru myndirnar okkar:

MYNDIR - MIAMI

MYNDIR - CAMPUS

Ég var að koma af leiðinlegasta leik í heimi, amerískur fótbolti er ekki sérlega skemmtilegur. og já ég gleymdi að minnast á það að þar sem ég er að fara að surfa næstu helgi er mesti hákarla-árasastaður í heimi. Stelpan sem býr þar sagði að við mættum búast við glefsum en það alvarlegasta sem kæmi fyrir væru bara nokkur spor :S

http://en.wikipedia.org/wiki/New_Smyrna_Beach,_Florida#Shark_attacks

laugardagur, nóvember 10, 2007

Kvenrembur eða hvað?

Ég er mikið búin að vera að ræða stöðuna hérna í Miami við vinkonur mínar í skólanum. Sagði Atla frá pælingunni minni en langar að segja þér hana líka...

Það er nefninlega þannig að mér var ogguponsu brugðið þegar ég kom hingað út. Hérna fá stelpur frítt inn á staði, ekki strákar því þeir þurfa að borga frá tíu dollurum og upp í fjörtíu dollara fyrir inngöngu. Einnig geta stelpur verið klæddar eftir hentugleika, það geta strákar ekki því svartir skór og smekklegar buxur eru oftast skilyrði. Hérna kaupir nær engin stelpa sér drykk á barnum því það eru strákar sem bjóða...hvort sem þær eða þeir vilja eitthvað með viðkomandi hafa. Oftast er bara gengið að einhverju vænlegu borði og smælað og sveiflað hárinu (sumar gerast svo djarfar að taka bossadýfur og -dillur) og þá eru drykkirnir í "réttum" höndum.
Er þetta ekkert undarlegt?

Ég fæ samviksubit þegar íslenskur strákur vill gerast herramaður og bjóða mér upp á drykk. Hérna er mér næstum sama, en ekki alveg og þetta er farið að valda mér hugarangri.

Herbergisfélaginn minn hún Pat er frá Brasilíu og ég var forvitin að fá að vita hvernig staðan er í hennar landi. Hún segir að það sama sé uppi á teningum í Brasilíu, stelpur fá allt gefins frá strákum...hvort sem það er á skemmtistað eða veitingastað. Hún hló þegar ég spurði hvort brasilískar stelpur myndu bjóða strákum á deit, greinilega ekki sjéns.

Mín skoðun er sú að þegar stelpur sætta sig við að láta stráka borga allt þá sætta þær sig líka (óbeint) við lægri laun. Ég spurði líka Pat til gamans hvort að karlar og konur fengju sömu laun í Brasilíu en þá hætti hún að hlæja.
Flestar íslenskar stelpur sem ég þekki vilja fá að bjóða strák í glas ef þannig liggur á þeim og borga fyrir matinn ef þær eru að bjóða á deit.

Chloe vinkona mín frá Englandi er mjög sammála mér í þessum málum og bætti því við að hún þolir ekki stráka sem halda hurðinni fyrir hana ef þeir halda svo ekki hurðinni fyrir örðum strákum. Hún vill meina að hún sé ekki "retarded" og geti opnað sínar hurðir sjálf.

Flestar evrópsku stelpurnar hugsa á þennan hátt en þær bandarísku og suður amerísku skilja þetta ekki. Finnast þetta vera hallærislegar pælingar, þær mæta á djammið með engan pening og búast við að fá fría drykki á kostnað einhverra stráka sem þær þekkja ekki. Þær vilja svokallaða "gentlemen" eins og Pat komst orði að. Jæja hvað er ég að rugla ég vildi bara koma þessu frá mér því þetta pirrar mig heil ósköp.

Setti inn myndir frá því þegar við Atli komum til Miami og gistum á South Beach

MYNDIR - ATLI HJÁ MÉR Á MIAMI


Nýja brettið okkar Atla

Já og ég er búin að borga mína fimmtán dollara í sjóbrettaferð aka surftrip. Keyrum á einkabílum í 4 klst næsta föstudag (skólinn/klúbburinn borgar bensín) og við gistum hjá fjölskyldu einnar stelpunnar í klúbbnum. Hún á víst 8 bretti til að lána og rest leigir á 10 dollara stk.
Ég er semsagt að fara að gista í tvær nætur á New Smyrna Beach með ókunnugum ofuraktívum krökkum í jaðarsportklúbbi til þess að læra að surfa, ég er að fíla þetta. Þau ætla að halda útilegu á grasinu fyrir utan bókasafnið hérna á campus og halda study-camp frábært!

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Atli loksins kominn, og farinn



Hvar á ég að byrja?
Atli kom á MIA flugvöllinn síðasta þriðjudagsmorgun og við fórum beint í flug til Bahamas. Vá hvað það var gott að hitta hann :D Fyrsti dagurinn á Bahamas var furðu góður og ekki að sjá að fellibylur væri að ganga yfir. Næsta dag var köflótt veður en alls ekki slæmt og á fimmtudaginn var skýjað og skúrir, það var allt. Föstudagurinn var fáránlega næs og við fórum í litla siglingu á annan hluta eyjunnar og á strönd sem var þar. Þar gerðum við Atli á mig sandbuxur sem sjást á myndunum og á videoi á facebook. Seinna um daginn flugum við svo aftur til Miami og gistum á South Beach.

MYNDIR - BAHAMAS



Fengum rosa gott veður hérna í Miami en maður finnur alveg að hitinn og rakinn eru að minnka. Hitinn er núna ekki nema 21°C, en var að vísu hærri um helgina.

Atli fékk líka að gista á campusnum með mér hehe frekar fyndið. Allt saman frábært. Við keyptum okkur longboard saman og svo er spurning ef ég á einhvern pening að kaupa annað ;)

Eftir viku er dans showcase hjá okkur og það er æfingar á hverjum degi núna alla vikuna. Eftir rúma viku er svo planið að skella mér í surf-ferð með krökkum úr skólanum sem ég hef aldrei hitt. Þetta er tveggja daga ferð á New Smyrna Beach með mat og ferðalögum á þúsund kall. Ég get valið á milli þessa og fara í Disney dagsferð til Orlando með skiptinemunum á 4000 kr.