Dagbók Drápskattar

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Ég er í ofsa góðu skapi

Hlustaðu á þetta og þá mun þér líða eins og mér:



Fór á bretti í gær og á sirkusæfingu, er að deyja úr harðsperrum, en ég er samt að fara aftur á bretti í dag. Hlíðarfjall tekur okkur Atla, Jobba og Selmu opnum örmum um helgina. Það eru engin skiladæmi þessa vikuna og ég er glöð með það.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Ohh so famous

Golfið jájájá...þeir sem eru fastagestir á kylfingur.is ættu að hafa séð þetta, en þar sem ég gruna ykkur fæst um það þá ætla ég að leyfa ykkur að njóta myndanna :) :

MYNDIR

föstudagur, febrúar 15, 2008

Myndir

Var að setja inn myndir á facebook:
Er að búa til bananabrauð og við Atli ætlum síðan að spóka okkur á Laugaveginum ;)

Kennarafögnuðurinn

Brettaferð Ernu og Önnu Margrétar

Innflutningspartý

Afmæli Önnu Huldu og Brynju

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Gæludýr

Mig langar til þess að fá mér hund einn daginn...einn daginn þegar ég eignast hús...einn daginn amk.
Eftir að ég sá þessa mynd, fór ég að hugsa, kannski eru hýenur vænlegri en Husky?!



Það er spurning!

En mjúka hliðin mín æpir á mig að hlusta á Nick Pitera syngja fyrir Ariel í uppáhalds teiknimyndinni minni Little Mermaid:


EÐA bara mitt ultimate dans-tjútt lag I WANNA DANCE WITH SOMEBODY:

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Sweeney Todd

Ég er ástfangin af laginu Johanna úr Sweeney Todd:



Búin að vera að flauta það í tíma og ótíma, milli heljarstökka og cashew-hneta.
Annars fékk ég meinara í bíóinu um að lagið mynnti mig á Be með Common.

Það sem er í fréttum er að við Atli keytpum þvottavél í gær, ég hef ekki enn fengið námslánin mín og ég er að fara að gera mér alvöru verkfærakassa í vikunni.
Mig langar að kunna að hlaupa í heljarstökk upp veggi svona eins og stuntinn hennar Bjarkar í It's oh so quiet.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Obbosía

Heath Ledger, þegar hann var á lífi.. og í ruglinu.


Grein og video af Heath og kókaín

mánudagur, febrúar 04, 2008

Atvinnuleitinni náð hámarki

Í staðinn fyrir að gera hermunarforritið í C++ ákvað ég að eyða tímanum mínum að forvitnast um störf sem eru í boði. Fór á Orkuveitusíðuna og til gamans kíkti ég á sumarstörf fyrir háskólanema...ekki það að ég sé að fara að sækja um sumarstarf, heldur rambar maður oft á síður bara til gamans. Ef þú ert að leita að skemmtilegu sumarstarfi þá endilega sæktu um...en ef þú ert hins vegar að leita að dægrardvöl sem tengist mér (líklega ástæðan fyrir því að þú sért að lesa þessa færslu) þá hvet ég þig til að skoða tengilinn hér að neðan:

Orkuveitustörf!

Ekki á hverjum degi sem ég rekst á svona líka skemmtilega mynd!!
Farin að læra, klukkan er tvö, eða sofa.