Dagbók Drápskattar

þriðjudagur, október 30, 2007

Tropical storm

Atli er á leiðinni til mín, held að hann sé að lenda í NY í þessum rituðu orðum. Þar þarf hann að bíða í 9 klst þangað til flugið til Miami fer. Svo ætlum við að hittast á flugvellinum hér í Miami og fara til Bahamas...æði...eða hvað!?
Kennarinn minn varaði mig við því að fara til Bahamas og þegar ég fór að fylgjast betur með fréttum sá ég að Tropical Storm (frumstig fellibyls) sem kallaður er Noel var 9 manns að bana í Karabíska hafinu um helgina og getiði hvert hann stefnir? nú auðvitað á Bahamas...:s dáldið smeyk. Varðandi veðrið þá verð ég bara fegin að fá rigningu og hafa það kósý með Atla, en hins vegar er mér ekki sama þegar fólk er farið að deyja úr roki og rigningu! Ég vona bara að það verði flogið...

MYNDIR - HALLOWEEN PARTY

Veðurspáin

sunnudagur, október 28, 2007

fimmtudagur, október 25, 2007

Halloween Horror Nights


Ég fór með 28 skiptinemum í ferð til Orlando um síðustu helgi og það var alveg frábært. Ég hafði reyndar ekki sofið nema 3 klst þegar við lögðum af stað snemma á föstudagsmorgni. Eins og flestir sem þekkja mig vel finnst mér ekki gaman að sofa og ég get ekki sofið í farartækjum...þannig að ég var ósofin og vakandi alla bílferðina.

Við fórum fyrst í rússíbanana í Islands of Adventure og vorum þar til lokunar eða þar til öryggisverðirnir fylgdu okkur út klukkan rúmlega sjö. Við borðuðum kvöldmatinn þar og fegnum okkur grillaða kalkúnaleggi mmm. Síðan tók Universal Studios við með allrosalegri mannmergð, ég bjóst engan vegin við svona mörgum þarna. Þarna var reykur út um allt og leikarar uppáklæddir sem uppvakningar eða draugar í hverju skúmaskoti. Við fórum í mummy rússíbana, draugahús, 3D bíó og sáum meðal annars Rocky Horror tribute show...minnti mig á grunnskólann haha.



Heimleið á hótelið var klukkan 2 og þreyta mín stefndi á óendanlegt í orðisins fyllstu. Hótelherbergin sem við pöntuðum voru tvö 12 manna og eitt fjögurra manna. Við borguðum innan við 2000kr fyrir tvær nætur og hótelherbergin voru betri en við gátum ímyndað okkur. Heitir pottar í öllum herbegjum, eldhús, hornsófi og risaskjár.
Partýið var í einu stóra herberginu en ég í hinu hehe ég hafði heila íbúð fyrir mig og fór ein í heitan pott og sofnaði "snemma" eða um 4 leytið. Þegar ég vaknaði lág par og ung stúlka í sama rúmi og ég. Ég svaf fast og þurfti greinilega á svefninum að halda :P En ég skemmti með auðvitað með hópnum seinna kvöldið :)

Daginn eftir fór ég í mallið að kaupa hitt og þetta. Lenti á ótrúlegu tilboði þar sem billabong bikini sem kosta vanalega um 10.000 kr heima(held ég) voru á 2.000 kr og auðvitað keypti ég tvenn. Svo þegar ég var að kaupa mér converse skó heyrði ég kallað á mig með íslenskum hreim. Þar var hún Karen Emils sem ég kynntist í Krítarferð þegar ég var sextán. Hún og Gyða Bergs eru að safna sér inn flugtímum rétt hjá Orlando, eins og Andri ofl íslenskir krakkar þessa önnina. Fyndið! Heimurinn er ekki svo stór.

MYNDIR - HALLOWEEN HORROR NIGHTS

Jæja í dag var ég í prófi í hagverkfræði og prófið var mjög auðvelt. Ég reiknaði það tvisvar yfir og ég held að Hildur haldi að ég sé eitthvað treg þar sem hún fór langt á undan mér út, hehe.

Ég er búin að kaupa mér Halloween búning vei vei, ég verð með Atla á Bahamas þegar Halloween er en ég ætla samt að eiga búning!
Atli kemur hingað til Miami á þriðjudagsmorgun og ég get varla sofið ég hlakka svo til. En þangað til eru 2 próf á mánudaginn og eitt netpróf á sunnudaginn. Ég í alvörunni hélt að álagið hérna úti ætti að vera minna (þó að það sé alveg bærilegt) en komst að því að þessa önnina er fólk frá einhverjum stofnunum að "rate"-a skólann og allir kennarar að missa sig í heimaverkefnum og skyndiprófum...leiðindaástand.
En ég klára samt skólann 30 nóv og tek bara 2 próf í desember, eitt 15% og annað 40%. Þannig að þið vitið hvar ég verð í desember (*huhum*sólbað*huhum*strönd)

föstudagur, október 19, 2007

Berrössuð með handklæðið að vopni

Ég fer á æfingu á hverjum degi, dansæfingu eða í ræktina, velti því stundum fyrir mér hvað ég myndi gera ef herbergishurðin mín á heimavistinni myndi lokast á meðan ég er í sturtu. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er ég á annarri hæð í Rosborough turninum í byggingunni Stanford við 1239 Dickinson Drive, 33124 Miami, Florida sími: 305-458-5230 og salernin og sturturnar eru sameiginleg fyrir hæðina. Ömurlegt, en ég á frábæran herbergisfélaga sem heitir Partricia.
Allavegana fór ég í sturtu í dag, eins og alla daga, nema hvað þegar ég kom aftur að herberginu mínu var hurðin lokuð og það var víst ég sem lokaði henni og tók ekki lyklana mína með. Þarna stóð ég ein á handklæðinu læst úti og vissi ekkert hvað ég átti til bragðs að taka. Stelpan í næsta herbergi (Lauren) var svo elskuleg að lána mér föt og bauð mér að hanga hjá sér þar til Pat kæmi heim úr skólanum. Ég þáði fötin hehe mjög spes tilfinning og fór út að leita að Pat. Fór í skólasundlaugina og þrufti að útskýra fyrir strákunum í afgreiðslunni í hvernig klandi ég væri til að fá að fara inn. Þar var engin Pat, en Esben frá DK leyfði mér að hringja í hana og að lokum fékk ég lyklana og skundaði heim að skipta um föt. Erna óheppna.


Hlusta oft á þetta lag í ræktinni HAHAhaha Princess Superstar

Ég held að ég ætti að fara að skrifa matardagbókina aftur, ég æfi og æfi og þar af leiðandi borða ég og borða. Í dag fékk ég mér til að mynda, banana, melónubita, jógúrt, eplasalat, teryaki kjúkling með hrísgrjónum, grænmeti, pizzusneið, gulrótarsafa, pastarétt, appelsínusafa, vatnsflöskur, súkkulaðistykki, aðra pizzusneið, pepsi, reeses pieses poka....vonandi fer þessi listi ekki að lengjast :S

Ég er að fara til Orlando á morgun með skiptinemavinum mínum. Við erum 24 að fara og verðum í tveimur 12 manna herbergjum. Það er sundlaug í garðinum og heitir pottar inni í herbergjunum...:D
Við erum að fara á Halloween horror nights í Universal og Island of Adventure görðunum. Við Pat ætlum kannski að kaupa okkur halloween búninga ef tími gefst til. Ohh hvað ég er spennt.

Ég var að frétta að það eru snákar hér á Campus, forvitnilegt, ég er búin að sjá krókódíla og þeir eru ekki lengur spennandi, en snákar...það er eitthvað til að hlakka til að sjá!





























Um daginn var ég að rölta og sá 8 stóra rauða páfagauka (þeir eru víst kallaðir arar) saman í hóp frjálsa. Mér var dálítið brugðið, en hversu geðveikt er það samt!
Verst að ég var ekki með myndavélina þá.
















Ég er búin með báðar seríurnar af Rome og er að fara horfa á Grey's fyrir svefninn, góða nótt

sunnudagur, október 14, 2007

Föndur ;)

Sumir fjölskyldumeðlimir mínir halda að ég fari of mikið út á lífið hérna í Miami. Það er misskylningur, öll laugardagskvöld er ég heima að dunda mér. Á sunnudögum eru alltaf dansæfingar frá 12 til 16. Í gærkveldi tókst mér að gera 10 stk gogga og taka tíman hve lengi ég er að skera blaðið, brjóta gogginn saman og lita gogginn og merkja hann. Sumir halda kannski að ég sé að verða eitthvað einhverf en ég var einfaldlega að læra heima á laugardagskveldi ;) Þetta er work study hluti af verkefnastjórnun og heimaverkefnið var að taka tímann á ákveðnu auðveldu verki 10 sinnum og skipta verkinu niður í element. Afraksturinn er fyrirlestur sem ég á að halda á miðvikudaginn.





















Hins vegar fór ég alveg út í vikunni, fórum á stað sem heitir Mansion á South Beach á fimmtudagskvöldinu og síðan á föstudagskvöldinu fórum við Ellen og Áslaug á South Beach og fengum okkur kokteil og hofðum það bara frekar næs.
SOUTH BEACH


Síðasta fimmtudag (fyrir rúmri viku) fór ég með Köthu og Joy á strönd sem heitir Key Biscyane. Þetta eru frekar fyndnar stelpur, önnur talar og talar en hin talar varla hehe þær eru frá Þýskalandi og Englandi. Við vorum eiginlega bara einar á ströndinni sem var þægilegt. Þetta er svona fjölskyldu strönd sem fólk fer á um helgar með börnin sín og grillar og leyfir þeim að fara í hringekju.
KEY-BISCYANE

Sama dag fórum við nokkrir skiptinemar í Coconut Grove á klúbb sem heitir Oxygen. Einhver þekkti einhvern og við fengum frítt sushi og frían drykk. Dönsuðum allt kvöldið og tókum svo skólabílinn heim. Það eru svona skólastrætóar sem ganga til og frá Coconut Grove (ofl staða) til allt að 3 á nóttunni. Myndavélin mín var batterýslaus þannig að myndirnar eru fáar.
OXYGEN

mánudagur, október 08, 2007

Erna, your subconscious mind is driven most by Peace

You have a deeply-rooted desire to make peace in the world. Whether through subtle interactions with loved ones, or through getting involved in social causes, it is important to you to be able to influence the world in a positive way.

You have a deep respect for humankind. You care about the future of the world, even beyond your own involvement in it, and you inspire others to feel the same way. Your innate drive toward peace guides you in daily life towards decisions that are respectful toward yourself and others.

Your psyche is very rich; the more you learn about it, the more you will understand who you really are.


















Hehe ég er að læra fyrir Project management próf og þar var verið að tala um TAT tests (Thematic Apperception Test) byggt á á McCelland's Acquired-Need Theory. Þegar ég googlaði það fann ég próf á netinu. Tók það en veit ekki alveg hvort að það er marktækt. Endilega takið það líka og sjáið hvort þið fáið sama/svipað svar...til að kanna hversu marktækt þetta er. Ohh Verkefnastjórnun er svo skemmtileg.

Ég veit ekki hvort Bandaríkjamenn séu svona hlynntir "Maslow's Hirearchy of Needs" þessi forgangsröðun hans kemur fyrir í 4 af 6 bókum sem ég er að læra hérna úti. Þægilegt þegar námsefnið skarast svona augljóslega hehe, sömu hugtökin í mörgu af þessu. Eins og "Efficiency is doing the right things while effectiveness is doing things right" hversu oft hefur maður heyrt þennan frasa!

Kenning Frederick Brooks um hvort eigi að auka við starfsfólk í verkefni sem gengur hægt: "You cannot take nine women and produce a baby in a month!" skemmtileg speki.

Kennarinn minn í MOT (management of Technology) kom með gullkornið "You can't eat from algorithm" so true, þess vegna er ég í verkfræði...

Talandi um gullkorn, einn bandarískur nemandi var að spekúlera landafræði við kunningja sinn og spurði hvort kunninginn vissi hver höfuðborg Þýskalands væri. Hann svaraði: "I think it's Belgium" haha þessir kanar, misklárir!

En það toppar ekki konuna á barnum sem við Hildur, Fannar, Guðný og Svanhvít lentum í. Við ætluðum í sakleysi okkar að labba inn á næsta bar og setjast niður, en þá erum við öll spurð um skilríki og öll sýnum við okkar íslenska ökuskírteini. Fáfróða afgreiðslustúlkan sagðist ekki geta hleypt okkur inn þar sem hún kannaðist ekki við þetta skilríki og þrumaði á okkur: "You could just make up a country". Hún hélt semsagt að við værum öll með sama falsaða skilríkið frá uppspunna landinu Iceland!

Anyways, prófið er HÉRNA og ég hef mínar efasemdir hehe

laugardagur, október 06, 2007

Framtíð

Ég fór á fund hjá námsráðgjafa hérna í UM í dag varðandi framhaldsnám. Ég stefndi á að fara í master hér í Bandaríkjunum í iðnaðar- eða fjármálaverkfræði næsta haust. Til þess þarf að minnsta kosti 3 meðmælendabréf og GRE einkunn. Ég ákvað að fara að skrá mig í GRE og bjóst við að það væri svipað kerfi á því og TOEFL en einhverra hluta vegna eru bara 2 próf næsta hálfa árið! Ég rétt missti af umsóknarfrestinum til að taka prófið í lok okt og næsta próf er í febrúar og ég fengi ekki úr því fyrr en löngu seinna. Þetta veldur því að ég fer ekki í master í Bandaríkjunum næsta haust *snökt*
Eeeen hins vegar hef ég í sameiningu við Atla ákveðið að vera á Íslandi í ár eftir útskrift, annað hvort í master hérna heima (sem er frekar óspennandi) eða vinna og safna pening til að komast út í master. Jahá, það eru fréttir.

Núna er ég bara að horfa á þættina Rome, borða m&m undir sæng. Sakna þess að hafa ekki Atla hjá mér!

















Ég farin að sakna Íslands mikið, tvíburasystranna minna:
















og Önnu Margrétar, Kötlu og Mögnu:













Gimsteinanna allra (þó það vanti nokkrar á myndina):

















og allra hinna auðvitað líka ;)

miðvikudagur, október 03, 2007

Ég var að klára síðasta skyndiprófið mitt í 2 vikur :D nú get ég andað léttar og gert skilaverkefnin í rólegheitum. Skólinn hérna úti er alls ekki erfiður en það er fáránlega mikið af verkefnaskilum og smotterýs vinnu sem ég veit ekki alveg hvort skili sér....skilar sér amk í einkunn ;)

Ég Hildur og Fannar áttum góðar stundir á campusnum í síðustu viku og fórum líka og hittum íslensku krakkana hérna, þau Inga, Elleni og Áslaugu. Við fórum öll saman að skemmtistað sem heitir Pawn Shop. Mér finnst hann alveg frábær, að vísu voru alltof margir þar inni og hitinn/svitinn óbærilegur, en hann rosa flottur og spilaði lög á borð við Blue Monday, Sunglasses at night og old school hip hop.
















MYNDIR - HEF-ing fun

Ég á líka nokkrar myndir frá því að ég fór með skiptinemastelpunum á South Beach á klúbb sem heitir the Fifth.

MYNDIR - The Fifth


Mamma bað mig um að taka nokkrar myndir af campusnum og ég fór í smá mission í gær. Fór með Patriciu (herbergisfélaganum mínum) í skólasundlaugina að læra/slaka á. Philip frá Austurríki kallaði í okkur og sýndi okkur hvar krókódíll lág við vegginn sem skilur að stöðuvatnið hérna og sundlaugina. Í dag sá ég svo aftur krókódíl hérna á campusnum, maður verður bara passa sig hehe
Eftir að hafa hitt félaga mína í hópverkefni fyrir Management of Technology skellti ér mér með Hildi og Fannari á Rathskeller sem er einskonar háskóla veitingastaður/bar. Fengum okkur kvöldmat og 1.5 lítra könnu af bjór á 300 kr. og í bíó á eftir.
















MYNDIR - Campus