Dagbók Drápskattar

mánudagur, maí 12, 2008

Vakna úr værum blundi, eða hvað!

Á milli þess sem ég skoða haust 2008 sýningarnar á style.com þá glugga ég í stjórnun fyrirtækja glósurnar. Enda síðasta próf mitt í iðnaðarverkfræðinni núna 15.maí, það er að segja daginn eftir afmælisdaginn minn og daginn áður en við höldum í útskriftarferð.
Hér koma nokkrar glósur út stjórnun fyrirtækja sem ég var að lesa:

"Persónulegir þættir, vinnustreita

Týpa A:
Persóna sem sýnir týpu A hegðun er frekur, óþolinmóður, fer yfir strikið. Reynir að gera of mikið á of litlum tíma. Óstaðfestur fjandskapur lýsir einnig týpu A. Í vinnunni er týpa A ýtin og vinnur vel. Utan vinnu passar týpa A að hún sé alltaf upptekin við alls konar erindi."


Já afsakið vinir hve frek og fjandsöm ég hef verið síðast liðin þrjú ár, ég er að klára núna eftir 2 daga og þá hverfa þessir streituþættir (vonandi).

Á föstudaginn er ferðinni heitið til Kaupmannahafnar, því næst til Shanghai, síðan til Singapore (stærsta útsala ársins akkúrat þegar við erum þar, jeii) og að lokum til Phuket og Bankok.Takk fyrir og góða ferð.

mánudagur, mars 10, 2008

Árshátíðarhelgin

Árshátíð Félags Verkfræðinema var haldin hátíðlega og hressilega um síðustu helgi.
Haldið var á vit ævintýra á Nesjavöllum í Adrenalíngarðinn og þaðan á Hótel Selfoss.
Myndir:

Dagurinn

Kvöldið

Síðan fann ég þetta bráðskemmtilega myndband fyrir algjöra tilviljun:

Ameríka

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Ég er í ofsa góðu skapi

Hlustaðu á þetta og þá mun þér líða eins og mér:Fór á bretti í gær og á sirkusæfingu, er að deyja úr harðsperrum, en ég er samt að fara aftur á bretti í dag. Hlíðarfjall tekur okkur Atla, Jobba og Selmu opnum örmum um helgina. Það eru engin skiladæmi þessa vikuna og ég er glöð með það.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Ohh so famous

Golfið jájájá...þeir sem eru fastagestir á kylfingur.is ættu að hafa séð þetta, en þar sem ég gruna ykkur fæst um það þá ætla ég að leyfa ykkur að njóta myndanna :) :

MYNDIR

föstudagur, febrúar 15, 2008

Myndir

Var að setja inn myndir á facebook:
Er að búa til bananabrauð og við Atli ætlum síðan að spóka okkur á Laugaveginum ;)

Kennarafögnuðurinn

Brettaferð Ernu og Önnu Margrétar

Innflutningspartý

Afmæli Önnu Huldu og Brynju

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Gæludýr

Mig langar til þess að fá mér hund einn daginn...einn daginn þegar ég eignast hús...einn daginn amk.
Eftir að ég sá þessa mynd, fór ég að hugsa, kannski eru hýenur vænlegri en Husky?!Það er spurning!

En mjúka hliðin mín æpir á mig að hlusta á Nick Pitera syngja fyrir Ariel í uppáhalds teiknimyndinni minni Little Mermaid:


EÐA bara mitt ultimate dans-tjútt lag I WANNA DANCE WITH SOMEBODY:

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Sweeney Todd

Ég er ástfangin af laginu Johanna úr Sweeney Todd:Búin að vera að flauta það í tíma og ótíma, milli heljarstökka og cashew-hneta.
Annars fékk ég meinara í bíóinu um að lagið mynnti mig á Be með Common.

Það sem er í fréttum er að við Atli keytpum þvottavél í gær, ég hef ekki enn fengið námslánin mín og ég er að fara að gera mér alvöru verkfærakassa í vikunni.
Mig langar að kunna að hlaupa í heljarstökk upp veggi svona eins og stuntinn hennar Bjarkar í It's oh so quiet.