Tap
Ég hef verið dugleg við að skilja hluti eftir á ólíklegustu stöðum, en núna er staðan þannig að ég hef fundið alla ólíklegustu staðina en ekki hlutina!!! Þess vegna auglýsi ég hér með eftir nokkrum hlutum sem ég man ekki eftir að hafa séð í svolítinn tíma og ekki fundist við leit:
* Debetkortið mitt
* Landsbankakortin mín (debet og kredit)
* Ökuskírteinið mitt * i-pod shuffle
* gráa hettuvestið
* græni blúnduhlírabolurinn
* allir svörtu ökklasokkarnir mínir
* sumarlaunin
* allir stöku eyrnalokkarnir mínir úff
* gulllaufseyrnalokkarnir úr Fridu Thomas
* bólufelir (nb. ekki skila ef þið eruð byrjið að nota hann)
* Bleiki 3D effect glossinn minn
* Hettupeysa sem ég á eftir að kaupa!
* svart millistykki
Það þyrfti heila skúffu til að rúma allt dótið þannig að ég er hætt að telja þetta upp, ef þið finnið eitthvað sem þið ekki eigið, látið mig vita því það næstum pottþétt að þetta eitthvað tilheyri mér.
Góða skemmtun um helgina, það er síðasti vinnudagurinn minn í dag víví, listdansskólastelpur komu og sýndu dans, ég var í náttbuxum, hvítum stígvélum, bart simpson bol og ullarpeysu, ég át tvær ekkert spes góðar pylsur, ég er á leiðinni í götugrill, Sessí ammó, Þórisboð og tjútt í kvöld :) L8er