Dagbók Drápskattar

föstudagur, ágúst 19, 2005

Tap


Ég hef verið dugleg við að skilja hluti eftir á ólíklegustu stöðum, en núna er staðan þannig að ég hef fundið alla ólíklegustu staðina en ekki hlutina!!! Þess vegna auglýsi ég hér með eftir nokkrum hlutum sem ég man ekki eftir að hafa séð í svolítinn tíma og ekki fundist við leit:

* Debetkortið mitt
* Landsbankakortin mín (debet og kredit)
* Ökuskírteinið mitt * i-pod shuffle
* gráa hettuvestið
* græni blúnduhlírabolurinn
* allir svörtu ökklasokkarnir mínir
* sumarlaunin
* allir stöku eyrnalokkarnir mínir úff
* gulllaufseyrnalokkarnir úr Fridu Thomas
* bólufelir (nb. ekki skila ef þið eruð byrjið að nota hann)
* Bleiki 3D effect glossinn minn
* Hettupeysa sem ég á eftir að kaupa!
* svart millistykki

Það þyrfti heila skúffu til að rúma allt dótið þannig að ég er hætt að telja þetta upp, ef þið finnið eitthvað sem þið ekki eigið, látið mig vita því það næstum pottþétt að þetta eitthvað tilheyri mér.
Góða skemmtun um helgina, það er síðasti vinnudagurinn minn í dag víví, listdansskólastelpur komu og sýndu dans, ég var í náttbuxum, hvítum stígvélum, bart simpson bol og ullarpeysu, ég át tvær ekkert spes góðar pylsur, ég er á leiðinni í götugrill, Sessí ammó, Þórisboð og tjútt í kvöld :) L8er

mánudagur, ágúst 15, 2005

Stór pæling


Helgin var rosalega skemmtileg og vonandi get ég sett inn myndirnar sem fyrst!

Afmælið heppnaðist segamega vel, outfittið var held ég alveg að meika það fyrir utan gullskvísuskóna, endaði á tánum. Bærinn var hress eða allavega var ég hress í bænum. Eftir kofatjútt og langa bið fyrir utan Sirkus ákvað ég að fara ein míns liðs að dansa. Tölti yfir á Kaffibarinn og dansaði mig í gegnum fólkið þangað til að ég rambaði á Jobba og Þóri. Það liðu ekki meira en 3 lög þá voru Atli og Jenni mættir hí á ykkur :P Á þessu tímabili hafði Rannveig hringt nákvæmlega 10 sinnum, ég sendi henni sms og ekki leið á löngu þar til hún og Ninna voru mættar líka. Svo fór ég í háttinn.

Eftir eitt besta svefnsession í heimi var ég hálfplötuð inn á vegamót (kl 1 kvöldið eftir) af Hrafnhildi og Emilíu við dönsuðum og bara skemmtum okkur konunglega.Sunnudagurinn einkenndist af sambandsleysi við Rannveigu, ég hef ekki enn náð í hana eða hún í mig, mjög sjaldgæft!

En pælingin er hvort að ég ætti að skipta yfir í koalabjorn.blogspot.com eða halda þessari "blog for dummies" síðu......ohh þessi slóð er eitthvað svo hentug, en mér finnst hin meira svona spennandi og passa betur háskólanema hehe. Annars er ég endilega til í að þið takið þátt í skoðanakönnuninni og commentið ef það er e-ð meira!

http://www.blog.central.is/erna
vs.
http://www.koalabjorn.blogspot.com/

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Hæhæ

Eftir vinnu í gær fór ég í góða hirðinn að leita mér að sófaborði, fann það ekki en fann í staðinn 6 úbersvalar plötur. Eftst á lista er Whitney Houston með lagið I wanna dance with somebody, úff!! Næst var Plata með lögum á borð við Total eclpise of a heart með Bonnie Tyler (jobbi þú ættir að kannast við þetta) Einnig greip ég Abbaplötu með lögum eins og Dancing qeen og Money, money, money, Plata Kardemommubæjarins slysaðist með og að lokum keypti ég báðar Rokklingaplöturnar. Ef ég er ekki töff þá veit ég ekki hvað!

Ég er að reyna að fá Atla til að redda plötuspilara og stuffi fyrir síðbúna ammælið mitt og þá væri minnsta mál að smella Whitneyinni á fóninn enda eiga Raggi og Ingi (dj-ar á Kofanum og Prikinu) hvorugir þetta lag og ekki viljum við lenda í því sama í síðustu helgi djamm án...ohhh I wanna dance with somebody, I wanna feel the heat with somebody yeahh....with somebody who loves me ....núna ég er hætt er samt alveg kominn í fílinginn ....somebody whoooooo

Jújú reyni að róa mig hérna í vinnunni yfir útboðsverkum og reikningum.

  • Atli fer í skriflega á morgun og þess vegna ætla ég að láta hann í friði í allan dag
  • Anna sætulingur er á suðrænum slóðum, ég er farin í ljós!
  • Agnes og bumbubúinn eru læk ðiss &
  • Hrafhildur fer út eftir 164 klst eða e-ð, snökt snökt, og láttu þér batna.
  • Emilía og Ninna eru ástfangnar
  • Rannveig er í tilfinningalegu ójafnvægi en söknunarsárskaukinn mun fljótt gleymast á eftir þegar við förum í Kringluna, o-ó
  • Margrét, já hvar ER Margrét?? Held að franksan hafi gleypt hana!
  • ...og af mér...bumbulína af guðs náð, augljóslega.
  • Hérna ég nenni ekki að skrifa meira akkúrat núna.....


...So when the night falls, my lonely heart calls (það er svo gaman að syngja)