Dagbók Drápskattar

sunnudagur, janúar 20, 2008

Brettaflutningssirkus

Við Atli erum nææææstum búin að flytja allt inn. Ég er komin með að ég held og ég vona öll fötin mín yfir í Dvergabakkann. Einn skápur fyrir íþrótta- og útivistarföt, einn fyrir yfirhafnir, annar fyrir kjóla og slá fyrir buxur og pils og hillur fyrir bolina og all hitt dótið, restin fer í sorpu.

Ég fór með Atla um síðustu helgi á bretti, hann fór í fyrsta skipti og nokkrum dögum eftir keypti hann sér bretti og brettaföt! Í dag fórum við upp í Bláfjöll og sem betur fer fórum við í Suðurgilið því Kóngsgilið var TROÐIÐ.

Ég á að vera að læra og er að reyna að byrja að læra, erfitt að einbeita sér þegar ég veit af öllum sirkushópnum mínum upp í Gróttu að æfa fimleika og ég að reyna að setja saman matlabforritið fyrir hermunina (já ég veit hljómar freistandi)
Ástæðan fyrir því að ég er ekki á æfingu er sú að ég ákvað að gera þetta frekar um helgina:

-vísindaferð með Lilju og Guðnýju
-smyglaði mér í hagfræðifögnuð hjá Sirrý
-listakynning Röskvu
-árslistakvöld Beakbeat.is
-göngutúr og Breiðholtssundlaugarferð
-ljósmyndasýning Rebekku í Norræina húsinu
-frænkuboð hjá mömmu Atla
-matarboð hjá Pabba og Berglindi
-heimsókn til mömmu og Rúnars
-tiltekt til klukkan þrjú á laugardagskveldi
-Jómfrúarsmörrebröd í hádegismat
-brettaferð í Bláfjöll

Atli er alveg búinn að láta mig verða sjúka í sænskukrúttpíuna Lykke Li







Gamlar myndir komnar inn á fesið:

MYNDIR - VEÐURTEPPT Í NY

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Heima er best

Skólinn er byrjaður á fullu og ég er að fara í "miðannarpróf" núna á fimmtudaginn, lífið gæti ekki verið meira spennandi hehe
En ég náði því í dag að fara standa ofaná öxlum annars manns (með miklum erfiðleikum sökum lofthræðslu) en ég er ótrúlega stolt. Ef þú ert ekki alveg að fatta hvert ég er að fara þá er þetta það sem ég á við:



Tilefnið er að ég er byrjuð í sirkustímum og æfingar eru allt upp í sex sinnum í viku ef maður vill...svo er það golfið, alltaf á mánudögum að æfa sveifluna!

Ég bætti inn síðustu Miami myndunum mínum *snökt* það er ekki laust við að ég finni fyrir smá oggu ponsu söknuði.

MYNDIR - SÍÐASTA MIAMI PARTÝIÐ

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!

Bara stutt, fékk 9,65 í meðaleinkunn úr önninni minni úti í Miami, gæti ekki verið sáttari (þeas 3860 stig af 4000).
Ég og Atli erum að fara að flytja í Dvergabakkann í vikunni.
Ég er ennþá með kvef síðan ég var veðurteft í NY fyrir 3 vikum...en annars bara allt það besta í fréttum!

Fékk nýtt hleðslutæki í dag og þá get ég loksins farið að koma með einhverjar myndir inn.