Dagbók Drápskattar

mánudagur, júní 25, 2007

Facebook

Ég er kolfallin fyrir feisinu.
Allir sem eru með heilu eða hálfu viti eiga að fara á facebook.com og skrá sig inn

Ég er búin að setja inn skrilljón myndir af skemmtilegheitum.
Staðan á myndunum mínum er sú að yahoo er að skipta út myndunum sínum og færa mínar yfir á flickr.com. Á meðan set ég allar mínar myndir á feisið.

Lifi feisið,
Feisið er fab!


P.S Fór í þrefalda endajaxlatöku:
Fór líka í útilegu:






miðvikudagur, júní 13, 2007

Miami

Bouncin in the club where the heat is on
All night on the beach till the break of dawn
Im goin to miami
Welcome to miami

Við Hildur erum að missa okkur þessa dagana í því að velja okkur hús/íbúð á Miami. Við erum að leita að húsi sem hefur 2 svefnherbergi, 2 baðherbergi, University of Miami þarf helst að vera í göngufæri, húsgögn fylgja og sundlaug er must!

Ég fór að hugsa hvernig bandaríkjamenn munu bera fram nafnið mitt. Hvort ég ætti að taka mér nafnið Ernie eins og Ernie Ball gítarnaglaeyrnalokkarnir mínir eða láta kannski kalla mig E.G. eða E.B hahaha endalaust fyndið!

Anna Hulda tók sjúklega skemmtilegar myndir í afmælisveislunni minni!
Takk fyrir mig :)

Ákvað að fá mér moggablogg til að stytta mér stundir, þar mun ég EKKI blogga, en stundum skrifa inn athugasemdir þegar mér finnst ég verða. Eins og til dæmis í dag þar sem aukning í iðmaðarverkfræði er 100% frá því í fyrra!

www.ernagurry.blog.is

sunnudagur, júní 03, 2007

Veður og Verkfræði

Mig langaði til þess að forvitnast um veðrið á morgun til að sjá hvort ég nennti að hjóla í vinnuna. Rakst þá á þessa frétt:

http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1272670

Það á víst að vera einstaklega mikið af fellibyljum í Florida á þessu ári...jess!
Kannski að ég sleppi því að hjóla í vinnuna og haldi í aukabirgðirnar mínar, því þá á ég ekki eins auðvelt með að fjúka út í buskann í haust í Miami.

Síðasta einkunnin kom inn á föstudaginn og ég var ein með 8,5 sem gerði mig hæsta í Vörustjórnun. Frekar skemmtilegt, sérstaklega undir þeim kringumstæðum að ég var ekkert sérstaklega sátt því ég bjóst við að fá 9. Ákvað samt að kíkja á dreifingu einkunnanna og varð ekkert smá glöð. Týpískt fyrir HÍ, hæsta einkunn 8,5 og enginn sáttur, nema kannski ég hehe.

Allt í allt var meðaleinkunnin 7,7 og ég er bara sátt. Hefði samt verið gaman að fá 9 í Þróun Hugbúnaðar eins og í miðannaprófinu eeen fékk 8, en svona er lífið. Maður uppsker barasta alls ekki eins og maður sáir. Að minnsta kosti ekki alltaf.