Dagbók Drápskattar

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Nördaspjall

Ég hef komist að því að ég hef fundið minn eiginlega veikleika...
..ég hélt að enska væri sá veikleiki, þangað til í dag!

Ég tel mig alltílagi í Java forritun, þeim mun betri í Tekkinu, allgóða í AutoCad en Matlabforritun er það sem mér ólæsilegt. Allar þessar for- og while- lykkjur í einu sulli með vigrum sem ganga upp í hið óendanlega.
Ég var í gamni mínu að google-a láréttur fyrir einskæra tilviljun og kemur þá ekki upp sem annar kostur: Smárabb um matlab, þetta forrit er að sækja á mig.

Þeir hæfileikaríku í stærðfræðigreiningu 2 lokaprófinu kannast eflaust við þetta fall, hehe það er þeir sem eru brilliant í þrívíddarteikningum því þetta er fallið


Róbert Magnús og íþóttasalurinn í KR, hringir þetta einhverjum bjöllum?

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Árshátíðir

Ég fer á tvær árshátíðir eftir tvær vikur. Önnur á Selfossi en hin í Hveragerði, báðar með gistingu innifalinni. Það verður gaman!

Það væri ótrúlega gaman að gera skemmtiatriði en miðað við álagið í skólanum er það ekki fræðilegur möguleiki. En spurningin er alltaf hvers konar skemmtiatriði...
...eftir að hafa horft á myndina the Prestige í gærkveldi fann ég fyrir þvílíkri hvöt til að geta töfrað. Hversu töff væri það að gera töfra á árshátíðinni, svo myndi ég fá Önnu Huldu og Brynju til að ganga um í korseletti með krullur og vera sætar ;)

föstudagur, febrúar 02, 2007

Allt eða ekkert ...

..er svarið, úff hvað ég elskaði Stjórnina þegar ég var sjö ára. Heiða vinkona mín átti felsta diskana með Stjórninni og Sléttuúlfunum, sá áhugi hefur dvínað síðustu 14 árin.

Ég veit ekki hvað það er, en einhvern veginn er það alltaf þannig að allt gerist á sama tíma.
Þessi föstudagur er engin undantekning.

- Á morgun er hin árlega og mikilfenglega Hönnunarkeppni verkfræðinema, í framhaldi af henni er vísó í Marel.
- Á morgun er sumarbústaðaferð gimsteinanna og grjótanna ;) ég missi bara af fyrri nóttinni.
- Á morgun er Svitaball Röskvu.
- Á morgun ætti ég að vera deitið hennar Hrafnhildar í teitinu hennar Guðnýjar eeeeen
- Á morgun er frumsýning Stúdentadansflokksins á verkinu
Sannar ásta-sögur
Helena Jóns er búin að vera að æfa okkur í heilt ár, ég og Hrefna erum beilerarnir. Við semsagt drógum okkur úr sviðsljósinu og urðum sitjandi/vinnandi/kennandi/lærandi dansarar flokksins í nóvember vegna anna og ætlum að taka að okkur að sjá um miðasöluna...allir að mæta!

Er ég að gleyma einhverju? Held ekki, vona ekki.
Ég verð sixties á morgun, því mamma gaf mér geðveikan kjól sem allir mega hrósa mér fyrir hehehe

Ef ég væri dýr, hvaða dýr væri ég?