Dagbók Drápskattar

mánudagur, september 24, 2007

Ljúfa líf

Eftir að hafa eytt 8 klst síðasta sunnudag í dansprufur þá komst ég inn í Danshóp sem heitir Fusion :D:D Dönsum aðallega hiphop en líka jazz og lyrical...það er amk ekki komið að því enn. Við verðum með showcase í nóvember og sýnum hingað og þangað á campus fram að því. Nokkrar æfingar verða úti fyrir utan food court, það verður vægast sagt spes, ég á ábyggilega eftir að fara hlæja allan tímann.

TOGAPARTÝ - MYNDIR


Annars gengur bara vel í skólanum er búin að fá einkunnir allt frá 7.5 og upp í 10.95 hehe sem er frekar fyndið. Kennarinn ákvað að gefa mér auka 0.95 þar sem ég var eini nemandinn sem gaf skýringu á fráviki í rúsínuverkefninu í gæðastjórnun, funny bunny.
Próf á morgun og annað á fimmtudaginn.

Mikið í gangi þessa helgi svona rétt eins og alltaf. Ég fór með Marcie (Mónakó/Guatemala) og þremur bandarískum krökkum á stað sem heitir Monty's. Hlustuðum á reggí og drukkum strawberry daiquiri. Seinna um kvöldið fórum við á South Beach á staði sem heita Privé og Opium Garden. Vorum með promoter sem leyfði okkur að fara framfyrir röðina og ókeypis inn og reddaði okkur borði. Það var frekar næs.

Eftir að hafa eytt laugardeginum í lærdóm og hlaup dró ég Fannar með mér í innflutningspartý til brasilísku strákanna ;) Hildur var í Gainsville að keppa í fótbolta. Seinna um kvöldið fór ég aftur með stelpunum á South Beach nema á klúbb sem heitir The Fifth, þar var annar promoter sem hleypti okkur inn og gaf okkur borð og áfengi, allt frítt. En þar sem ég er að fara í próf á morgun og var á 4 klst æfingu þá lét ég mér næga vatnið.



Hvar ætli þessir dansarar séu niðurkomnir núna? Hehe ég man þegar ég dansaði þennan dans :D
Ef vel er að gáð má sjá Helenu okkar Jóns hérna:
Minn Hinsti Dans

Fyrir þá sem eru Páls Óskars aðdáendur endilega kíkið á þetta líka :
Áramótaskaup Barnanna 1984

Já og þetta....er þetta ekki Jobbi sem "borðar ekki lifrarpylsu"?
Jobbi í TAL auglýsingu

Og að lokum fyrir þá sem hafa gaman að því að hlæja ;)
Fréttir

oooog rúsínan í pylsuendanum

sunnudagur, september 16, 2007

Mig langar á tónleika


Mig langar svo að sjá Justice í NY í 20.október...10 dögum áður en Atli kemur til mín og við förum til Bahamas og verðum ofurástfangið par hehe
Ég skil ekki af hverju ég er ekki í skiptinámi í NY...því á Terminal 5 er greinilega allt að gerast! Justice, The Shins, Decemberists og M.I.A. Ég er ennþá að melta nýja lagið með M.I.A mér finnst vanta alvöru Bollywood hljóm í það :




Mig langar líka að fara á Airwaves og vera með öllum vinum mínum að hlusta á almennilega tónlist með fólki sem klæðir sig "eðlilega". Hérna er fólk svo fáránlega dull og venjulegt, það hlusta allir á lagið Stronger og klæðast hotpants og flipflops, nema á djamminu þá fara allir á fylltu hælana sína og láta grinda sig hmmm spes! Það tekur greinilega tíma að venjast þessu.


Við Hildur fórum í svona alvöru banarískt PARTÝ um síðustu helgi. Aðalsportið var að hoppa fram af húsþakinu og ofan í sundlaugina. Ég held að um 500 manns hafi skráð sig í partýið á facebook og ég er nokkuð viss um að helmingi fleiri hafi mætt.














Kvöldinu áður eyddi ég með Rikki frá Ástralíu og Chloe frá Englandi. Við fórum á milli partýa á campusnum. Þegar þær ætluðu á staðinn Pawn Shop ákvað ég að halda heim. Á leiðinni mætti ég félaga mínum í verkfræðinni sem heitir Brad og hann bauð mér í partý með bandarísku vinum sínum. Við drukkum bjór úr "keg" og spiluðum beerpong. Mjög amerískt! CAMPUSMYNDIR

Í gær var Togapartý en myndirnar frá því koma seinna.
Núna er laugardagskvöld og ég er búin að vera inni í herberginu mínu í allan dag að læra undir 2 próf, annað sem er á mánudaginn og hitt á miðvikudaginn. Það kalla ég sko alvöru partý...málið er að ég get ekki lært á morgun þar sem ég að fara í tryouts fyrir hiphop dansgrúppur hérna í skólanum. Þessar prufur virðast vera frekar extreme. Fyrri prufan er frá 12 til 16 fyrir danshóp sem kallar sig Fusion, en hin prufan er frá 18 til 22 og er fyrir danshóp sem kallar sig Kaoz. Ég er ekkert svo viss um að komast inn í þær eftir að ég rölti út í búð áðan. Þá blasti við mér fullt torg af krökkum (flestöllum vel "tanaðri" en mér) þau voru að keppa í svona street dansi. Ég sem hélt að svoleiðis væri bara í bíómyndum hehe
Ég ætla bara að hafa gaman af þessu á morgun og læra nýja dansa...og vonandi komast inn í annan hvorn hópinn.

Jæja, hagverkfræðin býður hliðiná verkefnastjórnuninni! Wish me luck.

P.S. nýi i-pod nano er kominn út og í auglýsingunni er skemmtilega lagið sem ég var alltaf að hlusta á í vorprófunum (færsla þriðjudaginn 8.maí sl.) mig langar í i-pod nano :D

Frábært myndband með frábæru fólki; Simian Mobile Disco með Ninja í The Go! Team:


Fleira var það ekki kvöld, sjáumst að 3 mánuðum liðnum

fimmtudagur, september 13, 2007

Kate Bush

Hér með hvet ég Möggu Maack að dansa óð til Kate Bush með mér þegar ég kem aftur til Íslands:



Óborganlegt

P.S. ég er búin að vera með linsu fasta bakvið augað í sólarhring og get ekki náð henni úr sama hvað...það lítur allt út fyrir að hún verði í þessa nótt líka :/

þriðjudagur, september 11, 2007

Atli kemur mér oft til að hlægja...



Ready for da hood?

fimmtudagur, september 06, 2007

Löööng færsla

...hvar á ég að byrja!
Kíktum á Bay Side með Inga sem er hérna úti í kvikmyndaskóla með systur sinni henni Ellen.

BAY SIDE - MYNDIR

Við Hildur, Fannar, Guðný og Svanhvít leigðum okkur bílaleigubíl og lögðum af stað í leiðangur. Road Trip til Orlando. Jen vinkona Guðnýjar bauð okkur gistingu okkur til mikillar gleði. Fórum í Island of Adventure fyrsta daginn. Það er rússibanagarður sem ég ELSKA. Eyddum heilum degi þar með Guðrúnu og Viðari. Náðum að sannfæra þau um að koma til Miami í heimsókn ;)
Hulk rússíbaninn var frábær og að vera í fremstu röð í Drekunum. Við fórum líka í vatnarússíbana sem gerði okkur rennblaut og ekki bætti úr skák að þrumuveður fylgdi stax á eftir. Ég held að ég hafi farið í nærri alla rússíbanana. Daginn eftir fórum við í outlet og ég náði að kaupa mér íþróttaföt til að vinna í verkfræðivömbinni.
Það sorglega við þessa ferð var að ég týndi nýju Ray Ban, hversu týpískt er það fyrir mig *snökt*


ORLANDO - MYNDIR

















Kíktum á Mansion á South Beach og það var nú meiri staðurinn...þetta er víst einn af aðalstöðunum hér í Miami. Persónulega fannst mér hann alltof subbulegur! Eins og sjá má á myndunum!!

MANSION - MYNDIR


Fórum aftur á South Beach en kíktum á strand skemmtistað sem heitir Nikki Beach, þar sem flestir eru að skemmta sér á sundfötum (fyrir utan okkur)
Daginn eftir fórum við í road trip númer tvö og enduðum á stað sem hét Kokomo á Key Largo ;) Þar lágum við í sólbaði fram eftir degi

KEY LARGO + SOUTH BEACH - MYNDIR



















Það var frídagur á mánudeginum og þess vegna náðum við að gera svona mikið yfir eina helgi. En ég missti af miða á Demókrata kappræður milli Hillary Clinton og Obama, þvílíkt og annað eins svekkelsi. Ég sá röðina (sem btw náði í kringum heila byggingu) og bjóst við því að geta fengið miða eftir tíma, en neinei það kláraðist bara heil íþróttahöll hér í UM á 2 klst. Patricia, herbergisfélaginn minn, fékk miða :( ég er dáldið ábbó. Miðarinir eru ókeypis en fólk er byrjað að selja miðana sína þar sem þeir eru mjööög eftirsóttir. Þvílíkt brjálæði, veit ekki hvernig ég á að koma mér inn á þetta....svekk.

Fór á æfingu í nýju fötunum mínum í gær, dansæfingin var frekar spes þar sem skólastofa var tæmd og enginn spegill. Held að ég vilji ekki borga fyrir tíma sem eru án nokkurrar aðstöðu! Eftir æfingu labbaði ég heim, rakst á klappstýrurnar æfa pelvisana sína og nokkru síðar rambaði ég inn á bongotrommu quintet (eða hvernig sem það er nú orðað) við vatnið. Nokkru síðar sá ég Nicky á fótboltaæfingu og hún kynnti mig fyrir þjálfaranum og kannski ætla ég að mæta, en ég er ekki viss. Þær virtust alveg frekar harðar, svo á ég ekki einu sinni takkaskó :S

Fór í afmæli í gær til ítölsku stelpunnar Christine. Partýið var skemmtilegt fyrir utan að löggan kom og leysti partýið upp.

AFMÆLISVEISLA - MYNDIR