Dagbók Drápskattar

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Árans smárar

Sit uppí VR að reyna að pína mig áfram í örtölvu- og mælitækni. Núna er ég búinn með transistorana. Þess vegna varð ég að láta þetta fylgja með:

Two atoms walk out of a bar and one says to the other:
You know, I was fine when I went in, but I know I lost an electron in there somewhere!
The other one says:
Are you sure? What makes you think that?
The first one replies:
I'm POSITIVE!

Hahahaha
Spurning hvort að maður endi svona eftir prófin!


sunnudagur, nóvember 26, 2006

It ain't over til the fat lady sings

Ég er skrítin skrúfa.
Mætti kringluna með mömmu.
Tilefnið var að gefa mér Levi's buxur...vei vei vei eða nei
Ég þröngvaði mér í allar stærðir og gerðir af þessum rándýru buxum, því miður gat ég ekki fundið mér neinar...týpískt ég! Þegar einhver annar en ég fær að kaupa fötin þá verða bara engin kaup!
Flestar voru of stuttar, nokkrar of snjáðar, gaf Hrafnhildi eina gerðina, aðrar bara ekki fyrir mig. Þó held ég að ég sé alveg með það á hreinu að þessar ástæður hafi bara verið átyllur...ég get bara ekki sætt mig við að kaupa buxur í stærðinni fyrir ofan þær sem ég á!
Ég er búin að fitna, og það er staðreynd.
Leiðinleg staðreynd.

Með nýju ári þarf ég að sleppa því að safna pepsivængjum eins og í verzló forðum, sleppa því að gæða mér á súkkulaðiklöttum í tíma...og ótíma ;) Hætta að missa mig á nammibarnum á laugardögum, sleppa því að baka skyrköku, fá mér bara einn disk af morgunkorni, ohh þetta hljómar allt allt of illa....en mun skárra en að kaupa Levi's í einu númeri stærra!

Hér sést Jobbi í mínum heittelskuðu 28-34 Levi's

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Wincing The Night Away

Sit við skrifborðið í Kleifarseli og er að læra Örtölvu og mælitækni...ég reyndi að þýða fyrstu spurninguna á íslensku, útkoman var þessi:
m ráð fyrir að þú viljir stafræna hágildi sem koma frá eftirfarandi uppsprettum
a) hitapara finnandi úgildi
b) víðóma magnara útgildi
...osfv. hehehe skondið og dáldið óskiljanlegt.

Hlustandi á nýju plötu eðal hljómsveitarinnar The Shins, Wincing the night away, þá getur ekkert sagt mér að lífið sé erfitt. Enda kemur p
Gerulatan ekki út fyrr en á næsta ári ;) happyhappygoodtimes

Hérna er lagið Australia

Tileinkað Lísu og Völu Shinsurunum mínum

Ég hef tekið gleði mína á ný...ég hlakka nefninlega svo til jólafrísins því þá mun ég hlusta á Shins og prjóna mér hlýja mjúka peysu og drita nokkrum orðum í umsókn til náms í Vesturheimi.

Brynja snúllan mín fékk að vera með :)

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Leiðindaútvarp

Þar sem ég hef ekki nennt að niðurhala tónlist síðast liðna daga þá hef ég hlustað mikið á útvarpið í bílum mínum. Mér finnst Rás 2 eiginlega eina útvarpsstöðin sem hægt er að hlusta á! Það er alveg fáránlegt hvað allar hinar stöðvarnar eru ófrumlegar og einhæfar. Nú er komin sú staða að X-ið, Bylgjan, FM957 og það allt eru komnir með sama lagalista í með uppfyllingarefni inn á milli, Gnarls Barkley hafa verið spilaðir óspart á öllum þessum stöðvum, Barfly hefur verið spiluð í gríð og erg, og núna er eitthvað sem heitir Chasing Cars með SnowPatrol eða eitthvað álíka....allir að spila þessu sömu leiðindalög. Mæli með að allir stilli á Rás2 og hlusti á eitthvað annað en one hit wondera.

Helgin var þéttskipuð skemmtilegra atburða.
Föstudagur: Sætavísir fyrir VIP hjá FL-Group á Sykurmolatónleikunum
Laugardagur: hárgreiðsla, förðun og pelsasýning á Salon Veh, Surprise afmælispartý fyrir Önnu Maríu heima hjá Hadda á Akranesi, löööng, ævintýraleg og skemmtileg heimferð á aðfararnótt sunnudags.
Sunnudagur: Læri læri, Stúdentadansflokkurinn að æfa, festa sig í sköflum ein í bíl....og enda helgina á því að detta kylliflöt á andlitið og olnbogann.