Ég er skrítin skrúfa.
Mætti kringluna með mömmu.
Tilefnið var að gefa mér Levi's buxur...vei vei vei eða nei
Ég þröngvaði mér í allar stærðir og gerðir af þessum rándýru buxum, því miður gat ég ekki fundið mér neinar...týpískt ég! Þegar einhver annar en ég fær að kaupa fötin þá verða bara engin kaup!
Flestar voru of stuttar, nokkrar of snjáðar, gaf Hrafnhildi eina gerðina, aðrar bara ekki fyrir mig. Þó held ég að ég sé alveg með það á hreinu að þessar ástæður hafi bara verið átyllur...ég get bara ekki sætt mig við að kaupa buxur í stærðinni fyrir ofan þær sem ég á!
Ég er búin að fitna, og það er staðreynd.
Leiðinleg staðreynd.
Með nýju ári þarf ég að sleppa því að safna pepsivængjum eins og í verzló forðum, sleppa því að gæða mér á súkkulaðiklöttum í tíma...og ótíma ;) Hætta að missa mig á nammibarnum á laugardögum, sleppa því að baka skyrköku, fá mér bara einn disk af morgunkorni, ohh þetta hljómar allt allt of illa....en mun skárra en að kaupa Levi's í einu númeri stærra!
Hér sést Jobbi í mínum heittelskuðu 28-34 Levi's