Dagbók Drápskattar

laugardagur, apríl 28, 2007

Sjálfshjálparpistill - enga sjálfsvorkunn takk

Stundum held ég að próf reyni meira á líkama minn heldur en huga. Að minnsta kosti síðan ég byrjaði í háskólanum.

Síðasta skóladaginn á fyrstu önn fann ég til í kjálkunum, afboðaði mig á fund og fór til tannlæknis og hélt að endajaxlarnir þráðu að komast í heiminn, nei nei ég var send á læknavaktina og þá kom í ljós að ég var komin með hettusótt, ullabjakk.

Næstu próf voru vorprófin síðasta vor. Þá lenti ég í gubbupestinni og prísaði mig sæla fyrir að geta mætt í prófin, hálf slöpp.

Þriðja önnin gekk í garð og ef mig misminnir ekki þá var ég með þetta prýðilega nefrennsli, hálsbólgu og augnaleiðindi. Smámunir svosem, en af hverju fékk ég ekki slenið fyrr á önninni.

Jæja nú er komið að lokum fjórðu annar. Ég sem hélt að allt léki í lyndi loksins (of stuðlun hehe) en allt kom fyrir ekki. Ég er núna búin að fara heim til læknis, fara á læknavaktina og fara á heilsugæslustöðina. Held að ég stæði mig betur í anatomy-unni heldur en framleiðsluferla skrímslinu sem er að éta mig að innan.
Núna er ég semsagt með chondromalacia patellata (aka. brjóskmyndun undir hnéskel vegna álags) og bólgur plús tognun í hægri öxl. Ég á bágt með að skrifa hvort sem er glósur eða bloggfærslu...ástæðan fyrir þessu langa bloggi eru lyfin.
Staðan er núna að ég á að taka inn 13 töflur á dag næstu sjö dagana.

Party over here!!

Til yndisauka bauð Atli mér á Nouvelle Vague og Magga Maack bauð mér í afmæli. Sjúkt skemmtilegt gærkvöld þrátt fyrir þjáningarnar ;)

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli.

Guð geymi ykkur og góðar stundir

mánudagur, apríl 23, 2007

Geðveiki

Í tilefni af því að ég er byrjuð að læra fyrir fyrsta prófið ætla ég að sýna upplífgandi myndband, sem fær alla til að gleyma prófkvíða og dilla sér ;)



Lærði mest lítið um helgina vegna þess að við dansstelpurnar fögnuðum því að vorsýning DWC væri lokið með því að fara í Laugar Spa. Eftir slökun fórum við á Domo, maturinn þar var geðveikur. Fengum sushi í forrétt, kengúrukjöt sem aukarétt, nautalundir í aðalrétt og endalaust mikið af mohito, bæði jarðaberja og venjulegum mmmm. Takk fyrir mig!!

sunnudagur, apríl 15, 2007

...

Ég vil byrja á að óska afmælisbarni dagsins til hamingju með 77 ára afmælið, en það er hún Vigdís Finnbogadóttir, til hamingju!

Ég var að lesa Fréttablaðið í dag og er algjörlega sammála Ingibjörgu Sólrúnu um að afnema launavernd. Ástæðan er sú að þó að það séu til launataxtar þá er þeim í fæstum tilfellum ekki framfylgt, þú telur þig kannski vera með sanngjörn laun samkvæmt taxta en kemst svo að því fyrir rest að manneskjan sem hefur unnið við hlið þér er með bónusa og óunna yfirvinnu sem þú fékkst aldrei, þó þú hafir unnið við nákvæmlega það sama. Þetta hefur reyndar ekki komið fyrir mig en eftir að hafa unnið í starfsmannahaldi þá varð ég reynslunni ríkari varðandi launakjör almennt.

Eftir gott verkfræðiafmæli í gær, góða pössunartilraun í fyrradag og gott sumarfrí með sumarbústaðarferð og matarboði er ég sest í helgan stein varðandi sósíalisma.
Ég er farin að læra.

Á að vísu eftir að fara í afmæli og Nouvelle Vague tónleika helgina fyrir framleiðsluferla prófið.
Á næstu dögum á ég eftir að koma með afspyrnu fræðilegar færslur til að svala nördismanum.
Annars bara gleðilega prófatíð

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Vélin

Ég er loksins komin í páskafrí, eftir að hafa vakið til fjögur í fyrrinótt að klára spelkuna okkar Önnu og Brynju. Ef einhver missir fót eða mátt í fæti þá bara bjalla í okkur og við reddum þessu ;) Koltrefjar í spelkuna, ryðfrítt stál, títaníum og ál í liðina og svo eru til svo geðveikt margar tegundir af púðum og núningsefnum að....þúst ekki örvænta ef fóturinn dettur af!

Ég var að koma af fallegu boði áTapasbarnum með Silvíu Nætur-Trabant tónleikum í eftirrétt. Hverjum er ekki sama nema mér ;)

Aðalfundur Vélarinnar var síðustu helgi...og við













unnum íþróttamót verkfræðinnar í annað sinn, hip hip húrra!
Um kvöldið var kosið í nýja stórn. Halli sjöttiexingur var eini í framboði fyrir formann og vann með yfirburðum, MR-Villi var kosinn gjaldkeri og Verzlingur vann annan Verzling í Skemmtanastjóranum og svo vann Anna Hulda auðvitað ritarann og hélt uppi flæðandi ópalstemingu allt heila kvöldið. Snorri kallin varði titil varamannsins.


Síðastliðna daga hef ég mikið verið að spá í jafnréttismálum og er reyndar með orðum og á myndum ung jafnaðardama.
Af hverju er bara ein stelpa í stjórn Vélarinnar?
Af hverju eru bara tvær stelpur í stjórn FV (félag verkfræðinema)?

Ég veit af hverju. Það er ekki vegna þess að stelpurnar eru ekki nógu klárar, ekki vegna þess að þær bjóði sig ekki til starfa, ekki vegna þess að þær eru ekki eins duglegar, ekki vegna þess að þær eru á einhvern hátt óvinsælli. Ástæðan er einföld...strákar kjósa ekki stelpur (nema í neyð) !
og stelpur eru í minnihluta í verkfræði.

Þetta sýndi sig svo vel á fundinum síðasta föstudag, þetta olli mér það miklum hugarórum að mér var ansi heitt í hamsi. Ég skil alveg að við getum ekki verið með jafn frábæra stjórn og Ökonómía...(Sessó, Lilja, Guðný...úff þvílíkt teymi) En kommon, ég veit að einhverjir strákar Vélarinnar eiga eftir að ramba hingað inn á næstu dögum. Endilega segið mér af hverju þið kusuð strák í embætti þar sem stelpa var hæfari aðilinn?

Svo kemur gullmolinn, enginn af mínum karlkynsfélögum í Vélinni tjáir sig um þetta mál við mig af fyrra bragði...EN kærusturnar láta ekki á sér standa...hvað er það?
Mig langar ekki að þræta um ágæti strákanna við kærustur þeirra, þeir geta bara sagt mér það sjálfir hve frábærir þeir eru!
Ég veit að þetta er hart, en það eru strákar líka og mér er alveg nákvæmlega sama!

(ég veit að ég hef mínar skoðanir og vinsamlegast virðið þær, því ég virði ykkar)
Júlía þú ert frábær, ekki misskilja mig
Af hverju er Bryndís Schram svona stórkostleg?