Dagbók Drápskattar

miðvikudagur, ágúst 29, 2007



Guðný og Svanhvít eru í heimsókn hérna í Miami. Fengum okkur mani- og paticure :)
Þær komu með okkur í afmæli til Sörens og Elizabeth um helgina, á leiðinni villtumst við aðeins. Leigubílstjórinn kannaðist ekki við götuna þannig að við leiðbeindum honum (hehe maður er orðinn nokkuð ratvís herna :P ) Þegar við vorum komin á rétta götu og sáum partý báðum við hann um að stoppa. Fórum í partýið en könnuðumst ekki við neinn, opnuðum betur augun og sáum að þarna var greinilega þemapartý í gangi með hvítu þema og allir nema við frá USA... við vorum boðin velkomin en við ákváðum að halda leitinni að partýinu okkar áfram.

MYNDIR 1

Ég skellti mér á ströndina með vörn 30, það var ekki að gera sig :P ég nota áttuna næst :)

MYNDIR 2

Ég er að fara í próf núna eftir smá stund og ég ætti að vera að læra...heyrusmt seinna

P.S. keypti mér hvít Ray Ban því hér er must að vera með sólgleraugu.

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Sakni Sakni



Ég sakna Atla svo fáránlega mikið :( en við náum allavega að tala saman á skype einu til tvisvar sinnum á dag :)





Skype-ið mitt er erna.ben
Síminn minn er: 001 305 458 5230 (held ég)

Ég er að hlusta á Sigurrós og það minnir mig svo mikið á Ísland. Afgreiðslumaður í símabúð sem við Hildur fórum í sagðist ekki vita mikið um Ísland nema það að Sigurrós væri þaða, auðvitað hehe.

Öllum sem voru að byrja í UM (University of Miami) var boðið í Picnic til skólastýrunnar sem heitir Shalala og er innan við 150cm á hæð.
Þetta var í raun ekki picnic heldur festival með helling af tjöldum með alls konar mat, ís og svoleiðis. Við skiptinemarninr fórum í blak, ég elska blak. Það eru að vísu ekki nýjar fréttir ;)

Picnic MYNDIR

Búin að fara í nokkur partý síðan síðast...afmælið hennar Marcie sem er frá Guatemala en er að læra í Mónakó og partý hjá spænsku strákunum.

Partý MYNDIR



Við Hildur, Fannar og Chloe frá Manchester England England fórum á South Beach í gær og ég náttúrulega skaðbrann þrátt fyrir að hafa makað á mig sólarvörn (að vísu númer átta og ég var mjög mikið í sjónum :S )

SouthBeach MYNDIR


Í dag var fyrsti skóladagurinn og ég fór í 3 tíma. Fyrstu tvö fögin eru fín, eiginlega bara mjög spennandi. Aðgerðagreining (Determenisic Models in Operation Research) og Hagverkfræði (Engineering Economy). Klára meira að segja annan áfangann fyrir lokapróf og hinn erm eð 40% lokaprófi. Maður hatar ekki svona skipulag ;)
Seinni tveir áfangarnir mínir í dag voru Gæðastjórnun (Statisic Quality Control and Quality Management) og Verkefnastjórnun(Method Analysis and Project Management), þeir eru held ég töluvert snúnari en fyrri tveir. Fyrri áfanginn er bæði Bsc og Masters áfnagi. Ég fékk heimaverkefni í seinni áfanganum í dag og átti að skila því fyrir átta í kvöld...:S og svo er próf á mánudaginn í sama fagi. Greinilega smá harka í þessu!
Ég er líka skráð í Tæknistjórnun (Technology Management) og ég hef ekki guðmund um hvernig sá áfangi er og kannski ætla ég að reyna að troða mér í Golfkúrs.

Ég gleymdi líka að tengja á myndirnar frá lokadjamminu á Íslandi. Kveðjupartý Hildar og Naked Ape partý Óla Frímanns

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Miami

Loksins gef ég mér tíma til að setjast niður, hanga inni og skrifa smá fregnir.
Ég náði að taka nokkrar myndir áður en myndavélin mín varð batterýslaus.

MYNDIR

Við Hildur gistum tvær fystu næturnar á South Beach. Fórum fyrsta kvöldið á Espaniola Walk eða eitthvað álíka og sátum í sófa, borðuðum pasta og drukkum mojito.
Röltum ströndina daginn eftir en fórum snemma í mission að finna íbúð fyrir Hildi og Fannar. Þegar við komum heim aftur á hótelið var ég snarbrunnin en það hefur lagast núna hehe

Næsta dag fórum við á háskólasvæðið og ég fékk "fallega" herbegið mitt á heimavistinni, fékk smá sjokk þar sem það er pínku ponsu lítið og leit út eins og fangaklefi...sturtur og klósett eru frammi á gangi sameiginleg fyrir alla hæðina.
Ég er samt sem betur fer fáránlega heppin með roommate og hún heitir Patricia og kemur frá Brasilíu og er jafngömul mér.
Þegar ég var að skrá mig inn heyrði ég kallað á eftir mér: "Erna", þar var Hörður bekkjarbró úr Verzló í heimsókn hjá vinkonu sinni sem er í UM. Rosalega fyndin tilviljun!!
Við héldum áfram leitinni að hinni fullkomnu íbúð fyrr Hildi og Fannar eftir að hafa hitt alla skiptinemana í kökuboði á campusnum.

Dagskráin byrjaði snemma á föstudaginn og var frekar stíf, 3 langir fyrirlestrar í sitthvorri byggingunni og einhvern veginn á sama tíma átti maður að skrá sig í allt og borga fyrir hitt og þetta. Tala meira seinna...er að fara pic nic

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Útflutningur

Atli hélt partý með Jóni Eðvaldi meðleigjanda til að fanga útflutningi frá Vesturgötunni.

Myndir
















































Var að vinna tvær tólf tíma vaktir upp í OR um helgina, en mér tókst samt að mæta í tvö partý. Eitt bráðskemmtilegt hjá Tinnu og svo hin árlega Njálsgata 2007 hjá Guðnýju Ellu.

föstudagur, ágúst 03, 2007

Grasbólgin augu

Ég hef eiginlega ekkert verið heima þessa vikuna nema eftir klukkan tvö á kvöldin þannig að ég hef ekkert náð að setja inn myndirnar frá útflutningspartýinu hans Atla af Vesturgötunni. Þær koma ábyggilega inn núna um helgina, þar sem ég verð að vinna tvær 12 klst vaktir hérna á vaktinni í OR. Það sem meira er, er að ég verð ein með kerfis- og bilanavaktina. Það er ástæðan fyrir því af hverju ég er ekki að fara í útilegu um helgina. Enda kæmist ég ábyggilega ekki í útilegu þar sem ég er að drepast úr ofnæmi, nefrennsli og kláði ullabjakk.
Ástæðan fyrir ofnæmiskastinu í dag er góð:

-Hjólatúr í Laugardalslaug í félagskapi Völu
-Blak og rennibrautaferðir í lauginni með Atla líka
-Gelato frostbræðingur í Álfheimum, love-it


















-Hjólatúr tilbaka í bæinn
-Sushi train með Völu
-Hjólað til Brynju og Palla á Eggertsgötunni, til hamingu með íbúðina!
-Hjólað á Kaffibarinn og helgin plönuð af Völu, Björgu, Önnu Dröfn, Ölmu, Dagnýju og Svölu vinkonu þeirra.
-Rölt á milli og endað með bæjarins bestu í mallanum á Hressó hjá Önnu Huldu, Brynju og Gunna sem var að spila.

Þess vegna er ég með ofnæmi í dag.