Dagbók Drápskattar

föstudagur, desember 22, 2006

Víííí

Ég hef nú í annað sinn á ævinni tekið ástfóstri við tölvuleik!
Fyrst var það þegar ég var átta ára og kláraði segamega leik heima hjá Sunnu vinkonu minni. Sá leikur var með endaborð þar sem þú áttir að synda á undan hákörlum...ég hef aldrei fundið leikinn aftur! Ég veit að ég á einn daginn eftir að finna hann, svona rétt eins og þegar ég fann myndina Beetlejuice aftur. Sá myndina í fyrsta skipti þegar ég var sex ára heima hjá Telmu frænku. Ég gat ekki sofnað það kvöld. Gleymdi myndinni aldrei, það var ekki fyrr en ég var orðin sautján að ég fann hulstrið af Beetlejuice heima hjá Jobba og vissi strax að þetta var myndin. Horfði á hana strax og hló, allir sem hafa séð Beetlejuice hlægja.
...ég var að tala um tölvuleik!
Sportleikurinn í Nitendo Wii er svo frábær að það er engu lagi líkt. Eftir að hafa sokkið mér í þetta í prófunum varð ég að fagna próflokum með því að spila Wii. Brynja og Anna fengu sinn skerf að harðsperrum eftir átökin hehehe. Svo í gærkvöldi ákvað ég að fagna jólafrínu. Fékk mér ískaldan eplasíder setti Bítlana á plötuspilarann og dró upp fjarstýringuna. Ég var sannkölluð Erna Kornikova þar til glottandi meðleigjandinn hans Atla og spúsan hans komu upp um mig. úppsadeisí!
Ég var í svo miklum ham, búin að rýma til í stofunni og mundaði tennisspaðann (Wii fjarstýringuna) af áfergju á meðan ég gerði mig tilbúna til að taka uppkastið. Þau hlógu að mér, en ég hélt ótrauð áfram þar til Breki og Rannveig komu í heimsókn. Þau rústuðu mér í keilu en tóku fáránlega skemmtilegt box session.
Ég er officially orðin tölvunörd, ekki vegna þess að ég kann Java, ekki vegna þess að ég tekka ritgerðirnar mínar, ekki vegna þess að ég hugsa stærðfræðivarpanir í AutoCAD. Það er vegna þess að mér finnst gaman að spila tölvuleiki!! Atli! Hvað hefur þú gert mér?

fimmtudagur, desember 21, 2006

Jólafrí jibbý

Ég get ekki lýst ánægjunni minni með sjöuna sem ég fékk í Stærðfræðigreiningu III vegna þess að í eftir prófið var ég alls ekkert vissum að hafa náð einu sinni! Aðeins 12 með hærri einkunn en ég.
Ég þarf að fagna í kvöld, sama hvað Hrafnhildur og Ninna segja... hehe, ég djamma bara báða dagana ;) Stefnan er tekin á jólaballið ef einhver þarna úti er game að fara með mér! Annars verður Atli að spila þannig að ég verð faktískt séð aldrei ein...og Lilja í dansstuði síðast þegar ég vissi.
Rannveig klárar líka í dag og viiiið ætlum að fagna, ekki vafi á því.

Í dag mun ég vera bestasta stóra systir, við Anna Margrét erum að hlusta á Jóladisk Mariah Carey og Bratzdiskana, erum að skreyta jólatréð heima og ætlum svo að kaupa jólagjafir í Kringlunni og Smáralind.

miðvikudagur, desember 13, 2006

Próffærsla

Þriðjudagurinn 13.des
Sit núna uppí rúmi og er búin að vera að reyna að sofna síðan klukkan eitt. Svaf takmarkað í nótt enda var ég að koma úr Strærðfræðigreiningu IIIB - Tvinntölur og afleiðujöfnur-
Mér gekk ekki vel!
RS þarf að vera virkilega vel við mig ef hann hyggst hleypa mér í gegnum þennan áfanga.

Hins vegar gekk Efnisfræðin afskaplega vel.

Ég er mikið að spá í að slá þessu upp í kærileysi og fá mér heitt kakó á laugarveginum. Ég bara get ekki lært svona ósofin. En á móti kemur, að maður getur ekki sofnað ólærður!

Ég veit hvað mig langar í jólagjöf
  • Svona svefngleraugu sem Cameron Diaz var með í The Holiday.
  • Flug til Miami...það er að segja ef ég kemst inn í skólann.
  • Framljós á krúsímúsina.
  • Kimono.
  • Gallabuxur.
  • Sundbol sem er með skálum og rikkingum, ekta ömmusundbol.
  • Náttföt.
  • Brettabuxur.
  • Stærðfræðiorðabókina.
  • Vínylplötu með gömlum amerískum jólalögum.
  • Jólaspariskó.
  • Baby-doll jakka, helst hlýjan að einhverju leiti, þetta er komið nóg...ég ætla að ekki að bæta við þennan lista því ég fæ hvort eð er ekkert af honum :P
Fegurðarkeppni stærðfræðinga; hver þeirra er fegurstur?

Ferdinand George Frobeinus



Pierre Simon Laplace



Möbius

föstudagur, desember 08, 2006

Jólaskautar

Rosalega langar mig að geta eytt desembermánuði á skautasvellinu á Ingólfstorgi, stokkið inn á Ömmukaffi og fengið mér african latte ...það er ef ömmukaffi væri ennþá til!
Labbað upp Laugarveginn með skautana bundna um hálsinn og kíkt í búðir. Fundið nokkrar jólagjafir og komið við í jólabúðinni sem er falin einhversstaðar sætu porti og keypt mér jólasveinahúfu og bjöllur í sokkana. Kíkt svo í kaffi til Rannveigar og Breka og klárað málverkið...

...neibbónei ég er hér þegar klukkan er tuttugu mínútur í fjögur í von um að hefti Reynis Axelssonar; Línuleg deildajöfnuhneppi með fastastuðlum og veldisvísisfallið fyrir fylki, detti sjálfkrafa inn í "harðadiskinn" minn og Kreyzig bókin fari lengra inn en bara í vinnsluminnið. RS fyrirlestrana langar mig ekki að læra...því þá væri eitthvað verulega mikið að mér! Ef það er ekki nóg nú þegar.


Magic og bland í poka halda mér vakandi enn sem komið er!

mánudagur, desember 04, 2006

andhverft ringl og blóðnasir

Mig dreymdi alveg helling í nótt. Vaknaði meira að segja með bullandi blóðnasir og sofnaði aftur. Þegar vekjarinn, mamma og Anna Margrét voru búin að reyna vekja mig snemma í morgun dreymdi mig einn fyndnasta draum sem ég man eftir.
Í draumnum var ég semsagt að læra stærðfræði og alltaf þegar ég las um andhverft fall (það er f í mínus fyrsta) varð ég að snúa mér yfir á hina hliðina, og andhverfu föllin voru ansi mörg... svona gekk þetta fram til klukkan níu hehe!

Ég borðaði heilan blómkálshaus áðan. Ég fór mikið að pæla í því hvort kaos (ringl) eigi sér stað í blómkálshausum!

Það kannast víst enginn við ljóðið úr síðustu færslu, þannig að ég læt það fylgja hér:

Waka-waka bang splat tick tick hash,
Caret at back-tick dollar dollar dash,
Bang splat tick dollar underscore,
Percent splat waka-waka number four,
Ampersand right-paren dot dot slash,
Verticle-bar curly-bracket tilde tilde CRASH.

föstudagur, desember 01, 2006

Waka waka

< > ! * ' ' #
^ @ ` $ $ -
! * ' $ _
% * < > # 4
& ) . . /
| { ~ ~ SYSTEM HALTED

Þetta er ljóð eftir þá Fred Bremmer og Steve Kroese.
Sá sem er fyrstur að fara með ljóðið í commentum fær sleikjó..


Ég sit núna uppi í herbergi að læra og skyndilega tóku ungir óprúttnir drengir upp á því að kasta snjóboltum í húsið mitt. Ég hljóp til og náði í myndavélina en þegar ég kom aftur út í glugga voru þeir horfnir. Nú verð ég alltaf með myndavélina við höndina í von um að þeir komi aftur og ég geti sett myndir af þeim á netið...er það ekki venjan!

Að lokum vil ég minna á ÞETTA