Dagbók Drápskattar

þriðjudagur, janúar 30, 2007

42-41

Danir unnu, svekkelsi.
Snorri var klárlega maður leiksins, enda átti hann heiðurinn að framlengingunni.

Rannveig smitaði mig um síðustu helgi af veiru sem er, að ég held, ólæknandi. Þessi veira lýsir sér þannig að hinn sýkti er sjúkur í Gray's Anatomy.
Ég kláraði fyrstu seríu í gati í skólanum í dag...sería tvö byrjar núna!


Ég held að hafi aldrei verið svona djúpt haldin af bandarískum sápum. Ég horfði á nýjasta Prison Break í gærkveldi, nýjasti Hero's er heitur á diskinum, Despó hefur fengið skömmtun, aðeins einn á dag. Síðan er ég nærri hálfnuð með nýju O.C. seríuna, sem og One Tree Hill...
...eru það einhverjar fleiri sem ég ætti von á að verða hooked á?
Er einhver þarna úti í sama sýkta hugarástandi og ég?

Verst af öllu er að ég sef bara mest lítið, næ oftast 8:30 í skólann og hripa fyrstu tíu mínúturnar hið snarasta áður en kennarinn nær að þurrka af töflunni. Þetta tel ég vera rosalega nýtni á tíma.


Talandi um nýtni...hver var annars nýtnin hjá Snorra í leiknum? Ábyggilega ekki slæm.

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Spliff donk og gengja

Ég fór í klippingu ofsa ofsa ánægt ;)

Ég fékk mér ljósar og gylltar strýpur, topp og kvef.

Kvefið hefur haldið fyrir mér vöku sem og Atla því ég hósta víst gífurlega á hann í svefni ómeðvitað! Ég vil meina að þetta séu eftirköst kjötleysisins í janúar, þannig að þetta er hægt að tengja beint til Atla, hí á þig! hehe

Vikan hefur verið stórfengleg, það er stórfenglega mikið í gangi. Partý partý partý hjá Brynju og Önnu, rennibekksmíðanámskeið allan laugardaginn. Seinnipart þriðjudags og miðvikudags, ég iða í skinninu eftir því að eyða enn einum laugardeginum í rennibekknum og forritun. Já forritun er áberandi þessa vikuna, bæði í fræsuninni og tölulegu greiningunni þar sem Newton ítrunin var lögð fyrir Matlab forritið mitt.

Ég fór líka á æfingu hjá Stúdentadansflokkinum í gærkveldi í Tjarnabíói. Frumsýningin verður föstudaginn 2.febrúar (föstudagurinn eftir viku). Ég myndi segja að þetta sé stykki sem allir ættu að sjá, amk allir sem ég þekkja ;)
Ekki hafa áhyggjur gimsteinarnir mínir, ég kem í sumó (og Atli), verð bara oggu ponsu sein.

Við í VR (verkfræði og raunvísindum) gerum meira en bara að reikna. Við Brynja skelltum okkur á spilakvöld Stigils og stigum tangó með argentínskum tangókennara, fótuðum okkur í Twister og héldum okkar eigins partý.
Þeir sem ekki þekkja til þá er Brynja lengst til vinstir, Örn henni næstur, Helga Ingimundar einbeitt og í mikilli samkeppni við Hössa sem er lengst til vinstri.
Þetta þarf að endurtaka, það er alveg á hreinu. Stúlka að nafni Anna Hulda verður að vera með því ég er ofsa spennt að sjá hennar hæfileika í Tvister, eftir að hafa att kappi við hana í boxi í Nitendo Wii.

Ég ætla að klára að lesa SCU (supply chain management) greinina mína fyrir svefinn (þá veit ég hvað miiiig dreymir í nótt)

Góða nótt (sagt með drakúlabrjóstsykra andardrætti)





sunnudagur, janúar 21, 2007

Grænmetiskombó

Ég hef verið grænmetisæta með veiðileyfi á sjávarfang síðan um áramótin. Nú hefur dagur númer tuttugu gengið í garð og ég bara get ekki annað en tjáð mig um ástandið.

Atli plataði mig semsagt að reyna að halda út janúarmánuð án þess að borða kjöt, eina sem leyfilegt væri að snæða úr dýraríkinu er það sem kallast fiskur. Þetta mission var gert til þess að kynnast lífi grænmeitsætna og sjá kosti og galla þess að borða ekki kjöt. Því ekki er hægt að dæma eitthvað án þess að hafa prófað það...fyrir utan fíkniefni og reykingar, það liggur svo í augum uppi!

Síðast liðinn mánuð hef ég fengið mér grænmetislasagne, grænmetisborgara á búllunni, fiskipítu, sjávarréttasúpu, humarpizzu, skelfiskspasta og baunaburrito, þetta hljómar kannski ekki alslæmur matseðill en það er lúmskt erfitt að halda þetta út.
Í nótt dreymdi mig að ég hefði keypt mér langloku sem væri hálf með túnfisksalati en hinn helmingurinn með grænmeti, þegar ég var búin með túnfiskhlutann kom Anna Hulda og dró skinkusneið úr grænmetislanglokunni og át skinkuna því ég mátti það ekki. Hahaha mig er farið að dreyma kjöt

Gallar:
Ég fæ rosalega mikil kuldaköst þar sem ég klæði mig í hettupeysu, ullarsokka og pakka mig inní sæng á meðan Atli nuddar í mig hita, ekkert af þessu gengur. Ég fór í kaffiboð til Rannveigar og þurfti að pilla alla skinkuna úr skinkuhornunum. Frekar dónalegt.
Fékk símtal frá mömmu og pabba sama kvöldið um annars vegar boð í lambafillet og hins vegar kjúkling. Ég felldi nærri tár, mig langaði svo mikið í kjöt.
Ég er alltaf svöng, alltaf. Þau sem þekkja mig vel vita hvernig ég er þegar ég er svöng...förum ekki nánar út í það.
Vindverkir eru hlutir sem mig langar ekkert til að ræða en þarf þó að nefna. Það fyndna er að við Atli rekum miklu meira við en áður. Það er eitthvað sem mér líkar ekki vel við.
Ég hef þyngst um 2 kíló.

Kostir:
Ég get farið á æfingu beint eftir mat.
Eldunartíminn er yfirleitt styttri, þó ekki alltaf.

Núna er ég nývöknuð með hálsbólgu og kvef. Mig sárverkjar í mallan vegna hungurs.
Ég er kjötæta...always and forever!

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Just my luck

Síðan ég horfði á myndina Just my Luck með Lindsay Lohan í jólafríinu hef ég verið endalaust óheppin. Ég held að ég hafi náð botninum í dag.

Vaknaði klukkan átta og dreif mig út. Bílinn var gaddfreðinn og ekk varmafræðilegur möguleiki að hann leyfði lyklunum mínum að verma sig. Ég varð að stela Atla bíl að minnsta kosti í fyrsta tímann. Auðvitað var ég hvorki með blað né blýant því skóladótið mitt var í harðlæstri og frosinni krúsímúsinni. Auðvitað þurfti Ragnar að byrja á fullu spani að skrifa skekkjur og milligildissetningar. Auðvitað var ég dauðþreytt!
Eftir tímann fór ég til Atla því hann þurfti að mæta í vinnuna kl. 10. Næsti tími hjá mér var einmitt kl.10. En nei nei ég sofnaði og Atli fór í vinnuna. Í einhverju móki vildi ég ekki fara í skólann, auðvitað vildi ég það! Bara ekki svefnErna.


Ég hrökk upp klukkan hálf tvö! haaa hálf tvö!!! Ég átti að hitta Rut uppí skóla kl.13:20, einhverra hluta vegna var ég ekki með símann hennar. Tölvan mín tók þá uppá því að verða batterýslaus. Ég reyndi að ná í fólk til að redda mér í vísó og finna númerið hennar Rutar. En allt kom fyrir ekki, enginn var við tölvuna. Mér var tjáð af Önnu Huldu að uppfullt væri í vísindaferðina. Ég ætlaði að bruna af stað uppí skóla og reyna að finna Rut og skrá mig á biðlistann, en bílinn var auðvitað frosinn. Loksins þegar ég náði að troða mér í gegnum á skottið á bílnum þá var bílinn bensínlaus.
Núna er ég númer 64 í vísindaferðina....ég sem var svooo samviskusöm að setjast inn í sjoppu með Brynju í gær klukkan eitt til að refresha í korter, þegar klukkan var korter yfir sáum við það að við fórum dagavillt! Svo svaf ég yfir skráninguna í dag.

Ekki nógmeð það þá ákvað ég að sækja um vinnu á netinu í dag...neinei þegar ég var búin að gera alles rafrænt í hálftíma kom medling um það að umsóknina þarf að skrifa í Explorer, óboj. Ég copy paste-a það sem ég get og endurgeri ýmislegt úr Firefox í Explorer. Þá tek ég eftir því að senda umsóknina gengur ekki vegna þess að ég er með lokað fyrir pop up. Ég tek pop upið af og þá hverfur allt sem ég hef skrifað í umsóknina. Ég eyddi því einum og hálfum tíma í auma starfsumsókn.

Ég er farin út í göngutúr og vona að ég detti ekki í hálkunni

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Jólafærsla

Þorláksmessa:

Skata hjá Möggu frænku, best vel kæst þannig að svíður í augun og með heimalögðuðu rúgbrauði.

Á Laugarveginum um kvöldið hittum við Atli faggsteina

Aðfangadagur:

Brynja og Emma voru sáttar með alla pakkana og ponyhestana sem ég gaf þeim ;)
Andrea fékk afturljós...hehe.
Ég hélt jólin í Hafnarfirðinum hjá Ernu og Brynjari, foreldrum Berglindar.
Fékk óaðfinnanlegar jólagjafir, inn á milli laumaðist flugferð til NY, ekki slæmt!

Litlu Jólin:


Það varð allt brjálað heima í Kleifarselinu þegar pakkarnir voru rifnir upp enda bið eftir þeim þar til 27. des. Atli tók öllu með ró og gluggaði í bók meðan við hin kepptust við að opna gjafirnar.


Milli jóla og nýárs færslan mín kemur um leið og ég hef:
-sótt um nýjan passa
-skrifað hina merku ritgerð: statement of purpose
-fengið framfærslustaðfestingu frá LÍN
-horft á Heroes og One Tree Hill þættina
Allt þetta er gert til að undirbúa mig fyrir væntanlega fræðsluför til Florida næsta haust!

Gleðiðleg jól allir saman.... :)