Ég bara veit ekki hvar ég á að byrja!
Ég ákvað í endann nóvember að breyta fluginu mínu og flýkka því um einn dag fyrir 15.000 kr. koma Atla of fleirum á óvart.
Fimmtudagsmorguninn kl. 8 vakna ég og klára að hafa allt til og fer með rútu upp á MIA flugvöllinn í Miami. Þegar þangað er komið er ég svo ógeðslega heppin með startsstúlku, ég borga henni 150 dollara fyrir breytingunni og hún ákveður að sleppa að gefa mér yfirvigt (kvöldinu áður hafði ég viktað töskurnar og þær voru báðar um 27-28 kg og önnur með longboardi standandi að hálfu útúr)
Þegar tíu mínútur eru í flugið mitt og seinkun til Olando er búin að taka mest allan tíman af check-inninu mínu spyr ég konuna hvað verði um NY flugið. Hún segi mér að flugið mitt hafi skipt um terminal, þannig að ég þeysist yfir og spyr hvort ég sé búin að missa af fluginu mínu. En nei nei það var 1,5 klst seinkun á MIA-NY fluginu. Ég hafði tekið ákveðinn sjéns á að hafa aðeins 2 klst milli fluga á JFK í NY og núna var komin upp sú staða að bið milli fluga var um hálftími :S
Þegar ég lendi í NY hleyp ég í lest og skipti um terminal og rétt næ fyrir kl 20 í áætlað flug til KEF. Þá er kallað yfir hópinn að fluginu sé frestað til kl. 5 vegna óveðurs. Við fáum 15 dollara til að kaupa okkur kvöldmat í fríhöfninni. Ég fæ mér forrétt og þarf að borga 5 dollara aukalega, kem mér makindalega fyrir með bók í einu horninu á veitingastaðnum. Ekki löngu seinna er öllu lokað og allir fermaðir í sæti við landganginn. Þá er kallað að flug til Íslands sé seinkað enn og aftur til 7 um morguninn.
Fram að þeim tíma reyni ég án árangurs að festa svefn á kápunni minni og er að krókna úr kulda. Kynnist hóp af skemmtilegu fólki sem á fátt annað sameiginlegt en að vera veðurteft í NY. En síðan þegar allir eru orðnir tens á öllum köllunum í kallkerfinu róumst við þegar klukkan er orðin hálf sjö, þau fara varla að kalla upp seinkun svo seint. En allt kom fyrr ekki og 25 mín í sjö er flugi til Íslands aflýst og við eigum að bíða í 12 tíma til viðbótar. Án matar, teppa eða hótelherbergja eða nokkurs. Ferðafólk til Íslands er beðið að fara aftur niður í Check-inn og tékka sig út til að geta checkað sig inn fyrir nýja flugið. (Allum millilendaferðamönnum hafði verið komið í flug til London)
Ég, Ragnhildur og Matti ákveðum að reyna að gera gott úr þessu og skella okkur í jólafílinginn á Manhattan á meðan Jónatan, Ardís, Chris ofl ætla að sætta sig við flugvöllinn. Ég bið um að fá að geyma 10 kg handfarangurinn minn en það er ekki sjéns, korteri seinna þegar starfsfólkið sér að við vitum ekkert hvað við eigum að gera býðst ein konan til að taka töskuna mína bakvið og ég náttúrulega ótrúlega sátt (ef hægt er að orða það þannig) Matti spyr þá hvort hann megi geyma skókassa með töskunni og þá verður allt brjálað, við fáum bara kjaft frá starfsfólkinu að við Íslendingar þykjumst geta komist upp með allt og séum alltaf með kjaft og læti, getum ekki borið ábyrgð á okkar farangri og bleee.
Við förum í leigubíl máttlaus af þreytu og skiljum ómögulega hvað olli því að starfsfólki eipaði á okkur, hélt það ætti einmitt að ver öfugt ef eitthvað væri. Ég átti frábæran dag í NY og sá allt það helsta, Rockafeller center skautasvellið og jólatréð, allar jólaskreytingarnar, Times Square, jólasveina og lúðrasveitir.
Þegar á flugvöllinn var komið hitti ég Fannar og Hildi og þau stöppuðu í mig stálinu og ég náði að halda mér nokkuð heilbrigðri á geði þartil ég steinrotaðist í fluginu.
Þegar heim var LOKSINS komið vorum við fimm úr mínu seinkaða flugi eftir að leita að töskunum okkar, þær höfðu týnst á JFK og ekki skilað sér til Íslands, týpískt.
Ég fór ringluð og með óráði út úr flughöfninni og þegar þangað var komið var enginn að bíða eftir mér, ég sem var búin að vera í 4 mánuði í burtu og móttökunefndin ekki alveg að standa sig. Ég fæ að hringja í gemsann hjá einhverjum gutta sem vinnur á flugvellinum þar sem allir ferðamenn voru farnir til síns heima. Atli svarar ekki hversu oft sem ég hringi, hann sem var búin að skipuleggja einhverja óvissuferð...ég skildi hvorki upp né niður og endaði á að hringja í mömmu. Eftir klukkutíma bið kom Atli og sótti mig, nývaknaður. Sorry var ekki rétta svarið, en ég var samt ofsalega fegin að fá knús, loksins!
Núna er ég búin að reyna að sofa þetta úr mér eftir bestu getu en sit uppi með hálsbólgu, kvef og hausverk. Gaman að vera komin heim eftir allt þetta.